[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Víðinesbardagi var orrusta sem háð var 9. september árið 1208 í landi jarðarinnar Víðiness í Hjaltadal, rétt hjá biskupssetrinu á Hólum. Kolbeinn Tumason og Guðmundur biskup Arason höfðu átt í hörðum deilum og Kolbeinn kom til Hóla með 480 manna lið ásamt Arnóri bróður sínum og Sigurði Ormssyni Svínfellingi og krafðist þess að fá afhenta menn úr sveit biskups, sem hann taldi sig eiga sökótt við. Biskupinn neitaði og þá kom til átaka.

Kolbeinn bað menn taka hesta sína, - lést eigi þola mega, at biskup riði brott með skógarmenn hans. Hann ríðr fyrir á veginn við fjögur hundruð manna ok fylkir liði sínu. Biskup víkr þá af veginum ok vildi ríða fram annars staðar. Þeir Kolbeinn snúa þar í mót. Ok er flokkarnir mætast, þá lýstr í bardaga. Biskup sat á hesti ok með honum ábótar ok nökkrir prestar og kallaði, at eigi skyldi berjast. At því gáfu engir gaum."
 
— Sturlunga

Biskupsmenn voru töluvert færri, en eftir að Kolbeinn fékk stein í höfuðið og höggið reyndist banvænt, hörfuðu aðkomumenn undan.

Fyrir bardagann orti Kolbeinn sálminn Heyr, himna smiður, sem er elsti sálmur sem til er á íslensku.