[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Tsai Ing-wen

Forseti Taívans
Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Tsai, eiginnafnið er Ing-wen.

Tsai Ing-wen (kínverska: 蔡英文;[1] f. 31. ágúst 1956) er taívanskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Lýðveldisins Kína (中華民國總統), eða Taívan. Tsai er annar forsetinn úr Lýðræðislega framfaraflokknum (DPP) og fyrsta konan sem gegnir embættinu. Hún er einnig fyrsti forsetinn sem er bæði komin af fólki af Hakka-þjóðerni og af taívönskum frumbyggjum,[2] fyrsti forseti landsins sem ekki er giftur og fyrsti forsetinn sem hefur náð lýðræðislegu kjöri án þess að hafa fyrst verið borgarstjóri Taípei. Hún var formaður Lýðræðislega framfaraflokksins frá 2008 til 2012 og frá 2014 til 2018 og var forsetaframbjóðandi hans árin 2012, 2016 og 2020.

Tsai Ing-wen
蔡英文
Tsai Ing-wen árið 2016.
Forseti Lýðveldisins Kína
Í embætti
20. maí 2016 – 20. maí 2024
ForsætisráðherraLin Chuan
Lai Ching-te
Su Tseng-chang
Chen Chien-jen
VaraforsetiChen Chien-jen
Lai Ching-te
ForveriMa Ying-jeou
EftirmaðurLai Ching-te
Persónulegar upplýsingar
Fædd31. ágúst 1956 (1956-08-31) (68 ára)
Taípei, Taívan
StjórnmálaflokkurLýðræðislegi framfaraflokkurinn
HáskóliHáskóli Taívans
Cornell-háskóli
Hagfræðiskóli Lundúna
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Tsai er menntuð í lögfræði og utanríkisverslun. Hún útskrifaðist með LL.B-gráðu frá Háskólanum í Taívan, mastersgráðu frá lagadeild Cornell-háskóla og doktorsgráðu frá Hagfræði- og stjórnmálavísindaskóla Lundúna. Hún vann síðan sem prófessor við lagadeild Soochow-háskóla og Chenchi-háskóla. Árið 1993 var Tsai útnefnd til ýmissa opinberra embætta og varð þar á meðal samningamaður Taívans við Alþjóðaviðskiptastofnunina og einn höfunda stefnu Lee Teng-hui um milliríkjasamskipti Taívans við Kína á meginlandinu.

Þegar Chen Shui-bian, frambjóðandi Lýðræðislega framfaraflokksins (DPP), varð forseti Taívans árið 2000 varð Tsai ráðherra meginlandsmálefna utan flokks. Hún gekk í Lýðræðislega framfaraflokkinn árið 2004 og sat í stuttan tíma á löggjafarþingi Taívans. Eftir það varð hún varaforsætisráðherra þar til meðlimir ríkisstjórnarinnar sögðu af sér árið 2007. Tsai var kjörin formaður Lýðræðislega framfaraflokksins árið 2008 eftir að flokkurinn bað ósigur í forsetakosningunum það ár.

Tsai bauð sig fram í borgarstjórakosningum Nýju-Taípei árið 2010 en tapaði fyrir öðrum fyrrverandi varaforsætisráðherra, Eric Chu. Tsai varð frambjóðandi Lýðræðislega framfaraflokksins í forsetakosningum ársins 2012 eftir nauman sigur í forkjöri flokksins og var þá fyrsti kvenkyns forsetaframbjóðandi úr stórum stjórnmálaflokki í lýðræðissögu Taívans. Tsai tapaði fyrir sitjandi forsetanum Ma Ying-jeou úr Kuomintang-flokknum og sagði í kjölfarið af sér sem flokksleiðtogi DPP.

Tsai bauð sig fram til forseta á ný fyrir Lýðræðislega framfaraflokkinn árið 2016.[3] Í þetta sinn vann Tsai afgerandi sigur með um 58 prósentum atkvæða en keppinautur hennar, Eric Chu, hlaut aðeins 32,5 prósent.[4]

Tsai vann endurkjör í forsetakosningum sem haldnar voru þann 11. janúar árið 2020 með rúmum 57 prósentum atkvæða gegn Han Kuo-yu, frambjóðanda Kuomintang.[5] Han Kuo-yu hafði lagt áherslu á nánara samstarf við meginlandsstjórn Alþýðulýðveldisins Kína en Tsai hafði lagt áherslu á áframhaldandi sjálfstæði Taívans og hafnað möguleikanum á því að Taívan geti sameinast meginlandsstjórn Alþýðulýðveldisins líkt og Kínverjar vilja. Sigur Tsai og Lýðræðislega framfaraflokksins þótti merki um talsverð umskipti í taívönskum stjórnmálum þar sem stuðningur við hana hafði áður verið farinn að dala og flokkurinn hafði beðið ósigur í héraðskosningum árið 2018. Talið er að batnandi efnahagur hafi aukið stuðning við Tsai og að fjöldamótmælin í Hong Kong hafi gert marga Taívanbúa afhuga möguleikanum á því að gangast undir stjórn Alþýðulýðveldisins undir formerkjum „eins lands, tveggja kerfa“ líkt og gert er í Hong Kong.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. The China Post (27. desember 2015). „DPP vice-presidential candidate lists his proposals to help young people“. www.chinapost.com.tw (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2021. Sótt 28. desember 2017.
  2. Ministry of Foreign Affairs brochures MOFA-EN-FO-105-011-I-1 (also appearing in Taiwan Review, May/June 2016) and -004-I-1.
  3. Stefán Rafn Sigurbjörnsson (16. janúar 2016). „Allt stefnir í fyrsta kvenforseta Taívan“. Vísir. Sótt 16. janúar 2024.
  4. Kristján Róbert Kristjánsson (16. janúar 2016). „Tsai Ing-wen sigraði á Taívan“. RÚV. Sótt 16. janúar 2024.
  5. Samúel Karl Ólason (11. janúar 2020). „Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan“. Vísir. Sótt 11. janúar 2020.
  6. „Lýðveld­issinni end­ur­kjör­inn for­seti Taív­an“. mbl.is. 11. janúar 2020. Sótt 11. janúar 2020.


Fyrirrennari:
Ma Ying-jeou
Forseti Lýðveldisins Kína
(20. maí 201620. maí 2024)
Eftirmaður:
Lai Ching-te