[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Tottenham Hotspur F.C.

knattspyrnulið í London á Englandi

Tottenham Hotspur er knattspyrnulið í ensku úrvalsdeildinni og er frá norður-London. Guðni Bergsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa spilað með félaginu.

Tottenham Hotspur F.C.
Fullt nafn Tottenham Hotspur F.C.
Gælunafn/nöfn Spurs, Lilywhites
Stytt nafn Tottenham Hotspur
Stofnað 1882, sem Hotspur F.C.
Leikvöllur Tottenham Hotspur Stadium
Stærð 62.062
Stjórnarformaður Fáni Englands Daniel Levy
Knattspyrnustjóri Ange Postecoglou
Deild Enska úrvalsdeildin
2023-2024 5. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Tengsl Tottenham við gyðinga

breyta

Tottenham Hotspur hefur lengi átt farsælt samband við gyðingasamfélagið í Tottenham hverfinu í London. Samfélagið óx hratt umaldamótin 1900 vegna þess að gyðingar frá Rússneska keisaradæminu flúðu ofsóknir þar í landi. Margir enduðu í Bretlandi og komu sér vel fyrir í London þar sem þeir gátu haldið í menningu sína og siði. Margi fluttu lengra norður á London svæðinu og í Tottenham hverfinu voru næg atvinnutækifæri. Áhrifamenn í samfélagi gyðinga hvöttu þá til að flytjast frá troðfullu Whitechapel og Brick Lane til Tottenham. Næstu 30 til 40 árin fléttaðist Tottenham Hotspurs við líf gyðinga af verkamannastétt í hverfinu sem voru fjölmennir í götum milli Hale og Landsdowne Road. Fyrir marga gyðinga var mikilvægt að aðlgast Bretlandi og fótbolti mikilvægur þáttur í því ferli. Margir kynslóðir breskra gyðinga hafa síðan þá fæðst og alist upp sem stuðningsmenn Tottenham Hotspur.

Stuðningsmenn Tottenham hafa lengi talað um sjálfa sig sem gyðingaher (e. Yid Army) sem er umdeilt og hefur liðið beðið stuðningsmenn um að hætta að nota þetta orð þar sem það er talið niðrandi fyrir gyðinga.

Sumarið 2023 Manor Solomon keyptir til Tottenham Hotspur og var hann fyrsti gyðingurinn sem spilaði fyrir félagið í 16 ár.  

Titlar

breyta
Keppni Titlar Ár
Enskir meistarar 2 1950/51, 1960/61
Enskir bikarmeistarar 8 1901, 1921, 1961, 1962, 1967, 1981, 1982, 1991
Enskir deildabikarmeistarar 4 1971, 1973, 1999, 2008
Samfélagsskjöldurinn 7 1921, 1951, 1961, 1962, 1967, 1981, 1991
Evrópukeppni bikarhafa 1 1962/63
Evrópukeppni félagsliða 2 1971/1972, 1983/1984
FA Youth Cup 3 1970, 1974, 1990

Þjálfarar hjá Tottenham

breyta
  • Feitletruðu stafirnir segja til um tímann sem þeir voru stjórar hjá Tottenham Hotspur:
  • (C) – Bráðabirgðastjóri (Caretaker)
  • (FTC) – þjálfari

Leikmaður ársins

breyta

Íslendingar sem hafa spilað með félaginu

breyta