[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

René François Armand (Sully) Prudhomme (16. mars 18396. september 1907) var franskt skáld sem kunnastur er fyrir að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1901.

Sully Prudhomme

Líf og störf

breyta

Prudhomme fæddist í París, sonur kaupmanns sem féll frá þegar skáldið var enn á barnsaldri. Hann hugðist leggja fyrir sig verkfræði en eftir að ljóð hans tóku að fá góðar viðtökur snerist hugurinn frekar til bókmenntaiðkanna og heimspeki. Fyrsta ljóðasafn hans kom út árið 1865 og hafði að geyma kvæðið um Brostna blómakerið (franska: Le vase brisé) sem varð hans frægasta verk. Eftir 1888 sneri Prudhomme að mestu baki við skáldskap en sneri sér alfarið að skrifum um fagurfræði og heimsspeki, sem höfðu talsverð áhrif.

Mikil eftirvænting ríkti meðal sænsks bókmenntafólks þegar leið að því að bókmenntaverðlaun Nóbels yrðu veitt í fyrsta sinn. Líklegt var talið að rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoi hreppti hnossið en þegar á hólminn var komið ákvað Nóbelsnefndin að veðja á óumdeildari höfund, ekki hvað síst í ljósi sérviskulegra trúarskoðanna þess rússneska.[1]

Prudhomme notaði verðlaunaféð frá Nóbelsnefndinni til að stofna til nýrra bókmenntaverðlauna í heimalandi sínu. Hann lést árið 1907 en hafði þá átt við vanheilsu að stríða um áratuga skeið.

Yngvi Jóhannesson ljóðaþýðandi þýddi Brostna blómakerið á íslensku og gaf út á bók árið 1973.

Tilvísanir

breyta
  1. Books Tell You Why, Sully Prudhomme, Leo Tolstoy, and the First Nobel Prize, sótt 21. okt. 2020“.