[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Star Trek er bandarískur vísindaskáldsagnabálkur sem spannar um 725 sjónvarpsþætti, 11 kvikmyndir, hundruð bóka og margt annað sem hefur verið gefið út og er byggt á ímyndaðri veröld Genes Roddenberry. Þessi veröld á að sýna okkur að mannkynið getur unnið saman og unnið að sameiginlegu markmiði óháð uppruna. Þættirnir taka á ýmsum þjóðfélagslegum vandamálum með hefðbundum aðferðum vísindaskáldsögunnar.

Leonard Nimoy og William Shatner í hlutverkum sínum í Star Trek með líkan af geimskipinu Enterprise.

Star Trek-heimurinn gengur út á það að mannkynið hefur, ásamt íbúum fleiri reikistjarna, sameinast í Plánetusambandinu (oft kallað Sambandið eða Federation í þáttunum) og vinna þar saman að þeim vandamálum sem koma upp. Helstu einkenni Star Trek-heimsins eru afnám peninga, kynjamisréttis, kynþáttahaturs og síðan eru sjúkdómar sjaldgæfir.

Upphafið

breyta

Árið 1964 gerði Roddenberry þriggja ára þróunarsamning við fyrirtækið Desilu sem síðar var keypt af fyrirtækinu Gulf+Western sem síðar sameinaðist fyrirtækinu Paramount Pictures. Leitin að sýningaraðila hófst og prufuþátturinn „The Cage“, með þáverandi kærustunni hans, Majel Barrett, sem „númer eitt“, framleiddur og lagður fyrir stjórnendur margra sjónvarpsstöðva. NBC-sjónvarpsstöðin hafnaði þættinum í fyrstu, en voru hrifnir af hugmyndinni svo þeir létu framleiða annan prufuþátt sem hét „Where No Man Has Gone Before“. Sú hugmynd var samþykkt og hófst framleiðsla á þáttaröðinni Star Trek, sem síðar var kölluð The Original Series til aðgreiningar frá öðrum Star Trek-þáttaröðum. Hún var fyrst sýnd reglulega árið 1966 eða þremur árum eftir að bresku vísindaskáldsöguþættirnir Doctor Who hófu göngu sína á BBC.

Roddenberry vildi forðast klisjulega hönnun og frumstæðar tæknibrellur sem einkenndu framleiðslu eldri vísindaskáldssagnamynda, eins og eldflaugar og þotuútblástur. Matt Jeffries, listrænn stjórnandi þáttanna, þurfti að berjast við Roddenberry til að hafa hönnun geimskipsins eins einfalda og hægt var. Hönnun Jeffries þurfti að fara í gegnum hundruð breytinga áður en sæst var á undirskálar- og sívalningshönnunina sem einkenndi geimskipið Enterprise.

The Original Series (1965-1969)

breyta

Star Trek: The Original Series (skammstafað TOS) náði ekki þeim vinsældum sem ætlast var til. Framleiðslu þáttanna var hætt eftir 3 þáttaraðir. Hins vegar komust framleiðendurnir að því að miklir peningar streymdu inn vegna endursýninga á þáttunum og var því ákveðið að framleiða fleiri þætti sem áttu að bera nafnið Star Trek: Phase II. Sýningar áttu að hefjast árið 1978, en ekkert varð úr því vegna vinsælda kvikmyndarinnar Stjörnustríðs sem kom út árið áður. Þess í stað var ákveðið að setja saman nokkur handrit og framleiða kvikmyndina Star Trek: The Motion Picture.

The Animated Series (1973-1974)

breyta

Teiknimyndaþættir voru í bígerð áður en til kvikmyndarinnar kom. Þeir kölluðust Star Trek: The Animated Series. Flestir leikararnir úr leiknu þáttunum ljáðu leikraddir í þessari Filmation-framleiðslu, fyrir utan Walter Koenig (sem lék Pavel Chekov). Ekki voru til nægir fjármunir til að ráða alla. Tilgangurinn með teiknimyndaþáttunum var að halda áfram með söguna þar sem TOS hætti, en nú yrðu engin takmörk hvað varðar leikmuni, sérsniðna búninga fyrir leikara eða dýrar tæknibrellur. Tvær þáttaraðir voru sýndar 1973-1974, þar til framleiðslu var hætt. 22 30 mínútna þættir voru gerðir. Rétt fyrir dauða sinn, bað Gene Roddenberry sérstaklega um að þeir teldust ekki formlegur hluti Star Trek-tímalínunnar. Ekki er vitað hvort það sé ástæðan fyrir þeirri ákvörðun Paramount.

The Next Generation (1987-1994)

breyta

Ný Star Trek-þáttaröð, Star Trek: The Next Generation (skammstafað TNG), var sýnd frá 1987 til 1994. Þættirnir áttu að gerast um öld síðar en fyrri þættirnir. Geimskipið Enterprise var nú undir stjórn Jean-Luc Picard (leikinn af Patrick Stewart). Þáttaröðin var eingöngu framleidd fyrir endursýningarnar og náði því takmarki að vera sú Star Trek-þáttaröð, fyrr og síðar, sem var oftast endursýnd. Ólíkt TOS fjallaði hún meira um tímaferðalög, persónulegar aðstæður geimfaranna og náttúruhamfarir. Þessar sögur fjölluðu ekki um að uppgötva nýjar tegundir geimvera. Auk þess reynir nýja áhöfnin oftar en gamla áhöfnin að grípa til friðsamlegra lausna á aðstæðum sem koma upp. Árið 1991 lauk framlagi Gene Roddenberrys til Star Trek-vörulínunnar með andláti hans. Framleiðsla þáttanna hélt áfram næstu 3 árin undir stjórn Rick Bermans, en þá var meira um spennu og átök en áður.

Kvikmyndir

breyta

Fimm kvikmyndir voru framleiddar í viðbót með upprunalega leikarahópnum úr TOS í aðalhlutverki, þrátt fyrir að framleiðsla TNG-þáttanna væri komin langt á veg. Það var ekki fyrr en 1994 að báðir hóparnir léku í kvikmyndinni Star Trek: Generations. Þá tók TNG-hópurinn yfir og lék síðan í þremur Star Trek-kvikmyndum í viðbót. TOS-hópurinn lék því í sjö myndum og TNG-hópurinn í fjórum.

Deep Space Nine (1993-1999)

breyta

Star Trek: Deep Space Nine (skammstöfuð ST:DS9) hóf göngu sína 1993. Þetta var fyrsta Star Trek-þáttaröðin sem Gene Roddenberry kom ekki nálægt og sú eina (hingað til) sem ekki snýst um ákveðið geimskip, heldur geimstöð staðsetta nálægt ormagöngum rétt hjá sólkerfinu Bajor. Auk þess að vera á mörkum Sambandsins og yfirráðasvæðis Kardassanna, þá leiða ormagöngin í gammafjórðunginn sem opnar fyrir fleiri möguleg samskipti við ókunnar tegundir geimvera og fyrirbæra. Aðaláhersla þáttanna eru stríð, trúarbrögð, stjórnmál og önnur slík málefni, en þetta er fyrsta Star Trek-þáttaröðin þar sem ákveðið stríð er svo ráðandi þáttur í söguþræðinum. Fyrstu þáttaraðirnar snerust um könnun geimsins og lífið á stöðinni, en þegar leið á þáttaröðina var meira af spennu og stjórnmálavafstri. Yfirráðið (The Dominion) sóttist eftir völdum yfir öllum fjórðungnum sem leiddi til stríðs. Sjö þáttaraðir voru gerðar og vöktu margir þáttanna hugleiðingar um stöðu trúarbragða gagnvart vísindum.

Voyager (1995-2001)

breyta

Um tveimur árum eftir upphaf Star Trek: Deep Space Nine, var þáttaröð sem hét Star Trek: Voyager hleypt af stokkunum. Hún fjallaði um geimskipið USS Voyager sem er undir stjórn Kathryn Janeway. Þá var brotið blað í sögu Star Trek með því að hafa kvenpersónu í aðalhlutverki. Voyager festist í deltafjórðungnum, 75 þúsund ljósárum frá heimkynnum sínum í alfafjórðungnum, og það tæki áhöfnina 75 ár að komast heim ef þau fyndu ekki einhverja leiðarstyttingu. Þessar aðstæður áhafnarinnar gáfu handritshöfundunum tækifæri til að kynna nýjar tegundir geimvera til sögunnar, eins og líffæra-stelandi Vidiiunum, ákveðnu Borgverjunum og hliðarvíddarlegu Tegund 8472. Þættirnir voru sýndir til árið 2001, eða samtals 7 þáttaraðir.

Enterprise (2001-2005)

breyta

Oftast þegar nýjar Star Trek-þáttaraðir voru framleiddar var alltaf farið lengra inn í framtíðina, en eftir að TNG hóf göngu sína hefur tímalínan verið óslitin. Það sem gerðist hins vegar í söguþræði þáttanna Enterprise, sem hófu göngu sína árið 2001, var að ytri tími sögunnar hófst 10 árum áður en Sambandið var stofnað. Fyrstu tvær þáttaraðirnar fjalla um fyrstu kynnin við aðrar verur og fyrstu skrefin í könnun geimsins og flestir þættirnir voru sjálfstæðir. Í þriðju þáttaröð hófst óslitin saga sem snerist eingöngu um eitt markmið. Nokkrum sjálfstæðum söguþráðum var þó blandað saman við til að krydda söguna. Það var líka í fysta skiptið sem þættirnir báru nafnið Star Trek: Enterprise. Fjórða þáttaröð er þekkt sem framhaldstímabilið, þar sem flestir þættirnir í henni voru í mörgum hlutum. Það tengist líklega því að þáttaröðin var afpöntuð og því eru eingöngu fáir þættir eftir ósýndir. Ástæðan fyrir þessari afpöntun er talin vera lítið áhorf og slæmt gengi 10. Star Trek kvikmyndarinnar: Star Trek: Nemesis. Þetta er í fyrsta sinn sem framleiðslu á Star Trek-þáttaröð hefur verið hætt áður en framleiðandi lýkur henni. Auk þess mun þetta vera í fyrsta sinn í 18 ár að engin ný þáttaröð er í bígerð.

Discovery (2017-)

breyta

Áið 2017 hóf ný þáttaröð, Star Trek: Discovery, göngu sína á CBS með forsögu sem gerist 10 árum fyrir upphaflegu þáttaröðina (TOS). Þættirnir snúast um stríð milli Plánetusambandsins og Klingona. Til þessa hafa 4 þáttaraðir verið framleiddar. Þættirnir eru framhaldsþættir en gátu af sér spinoff-þættina Star Trek: Prodigy sem eru sjálfstæðar sögur í hverjum þætti, árið 2022.

Picard (2020-2023)

breyta

Árið 2020 til 2022 voru framleiddar 3 þáttaraðir af Star Trek: Picard fyrir streymisveitu CBS. Í þáttunum leikur Patrick Stewart hlutverk sitt sem Jean-Luc Picard á eftirlaunum, eftir lok TNG-þáttanna.