[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Smitun eða sýking á við innrás sýkla í vefi líkamans, fjölgun þeirra og viðbrögð hýsilsins við þeim og þeim eiturefnum sem sýklarnir gefa frá sér. Smitsjúkdómur er sjúkdómur sem stafar af smitun.

Smitsjúkdómar geta dreifst í gegnum smitbera eins og moskítóflugur.

Sýklar svo sem bakteríur, veirur, veirungar, prótinsýklar; ormar eins og þráðormurinn og njálgurinn; liðdýr eins og farmaurar, mítlar, flær og lýs; sveppir eins og hringskyrfi og stærri sníkjudýr eins og bandormurinn geta öll valdið sýkingu.

Ónæmiskerfi hýsilsins (þess sem er smitaður) vinnur gegn sýkingum. Spendýr bregðast fyrst við sýkingu með bólgu áður en sérhæft varnarsvar (e. adaptive immune response) tekur við.

Sérhæfð lyf verka á sýkingar en þau hafa ýmist sýkla-, veiru-, sveppa- eða frumdýraeyðandi áhrif. Smitsjúkdómar ollu 9,2 milljón dauðsföllum árið 2013, sem svarar til um það bil 13% allra dauðsfalla.

Heimild

breyta
   Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.