[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Salka Valka er skáldsaga eftir Halldór Laxness. Fyrri hlutinn, sem nefndist Þú vínviður hreini, kom út árið 1931, og seinni, Fuglinn í fjörunni, árið eftir, 1932. Bókin hefur eftir það komið út undir heitinu Salka Valka. Bækurnar segja uppvaxtarsögu Salvarar Valgerðar Jónsdóttur, sem er kölluð Salka Valka af móður sinni, Sigurlínu.

Þú vínviður hreini

breyta

Við upphaf fyrstu bókar koma þær mæðgur til Óseyrar við Axlarfjörð, lítils sjávarpláss þar sem kaupmaðurinn Jóhann Bogesen ræður ríkjum. Upphaflega ætluðu mæðgurnar lengra suður en komust ekki lengra vegna veikinda Sigurlínar og fátæktar. Fyrst þegar þær koma til Óseyrar hafa þær engan samastað, þeim er vísað á Hjálpræðishersins þar sem þær hitta fyrir Steinþór Steinsson. Steinþór er ræfilslegur drykkjumaður sem leiðir mæðgurnar til gamalla hjóna, Eyjólfs sem er blindur og Steinunnar konu hans. Á bæ þeirra, Mararbúð, fá þær að vera. Í kjölfarið barnar Steinþór Sigurlínu sem eignast veiklulegan son en Steinþór yfirgefur þær mæðgurnar og heldur burt á báti.

Tenglar

breyta
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.