[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Ríkislögreglustjóri

Ríkislögreglustjórinn stýrir lögreglunni á Íslandi í umboði dómsmálaráðherra. Embættið var stofnað með nýjum lögreglulögum[1] sem tóku gildi 1. júlí 1997. Um leið var Rannsóknarlögregla ríkisins lögð niður og verkefnum hennar skipt á milli ríkislögreglustjóra og annara lögreglustjóra í staðbundnum umdæmum. Ríkislögreglustjóri fer með ýmis stjórnsýsluverkefni sem varða löggæsluna í landinu, er tengiliður lögreglustjóra og dómsmálaráðherra, veitir lögreglustjórum stuðning og stýrir viðamiklum lögregluaðgerðum sem krefjast samstarfs margra lögregluliða. Ríkislögreglustjóri stjórnar einnig almannavörnum. Á vegum embættisins starfar m.a. sérstök efnahagsbrotadeild sem rannsakar efnahags- og skattabrot, alþjóðadeild sem annast alþjóðleg samskipti og rannsóknar- og greiningardeild sem rannsakar og metur hættu á hryðjuverkum og alþjóðlegri glæpastarfsemi. Á vegum ríkislögreglustjóra er einnig starfandi vopnuð sérsveit.

Núverandi ríkislögreglustjóri er Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem skipuð var þann 12. mars árið 2020.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Lögreglulög nr. 90 13. júní 1996
  2. „Sigríður Björk nýr ríkislögreglustjóri“. Kjarninn. 12. mars 2020. Sótt 8. apríl 2020.