[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Mozilla er samfélag um frjálsa hugbúnaðarþróun stofnað árið 1998 af hópi í kringum hugbúnaðarfyrirtækið Netscape. Mozilla-samfélagið hefur þróað hugbúnað af ýmsu tagi sem byggist á frjálsum hugbúnaðarleyfum og opnum stöðlum. Sjálfseignarstofnunin Mozilla Foundation og dótturfyrirtæki hennar, Mozilla Corporation, eru stuðningsaðilar samfélagsins.

Merki Mozilla.

Þekktustu afurðir Mozilla-samfélagsins eru vafrinn Firefox, tölvupóstforritið Thunderbird, snjalltækjastýrikerfið Firefox OS, villurekjarinn Bugzilla, myndsetningarvélin Gecko, greinaumsýsluforritið Pocket, og fleiri.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.