[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Mingveldið

ríkti yfir Kína 1368 - 1644

Mingveldið (kínverska: 明朝; pinyin: Míng Cháo) var ættarveldi sem ríkti yfir Kína frá 1368 til 1644. Mingveldið var síðasta keisaraættin sem tilheyrði hankínverjum. Það hófst með uppreisn gegn hinu mongólska Júanveldi og beið á endanum ósigur fyrir mansjúmönnum sem stofnuðu Kingveldið 1644 þótt Syðra Mingveldið héldi velli til 1662. Margir hópar hankínverja litu á Kingveldið sem erlend yfirráð og börðust fyrir endurreisn Mingveldisins.

Ferð Minghuang keisara til Sesúan eftir Qiu Ying (1494-1552).

Mingveldið kom sér upp herflota og fastaher sem taldi milljón hermenn. Á hátindi ríkisins voru íbúar þess 160 milljónir.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.