[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Landlukt land er land sem hefur ekki strandlengju að sjó. Í heiminum eru 44 landlukt lönd, og þar af eru tvö, ÚsbekistanMið-Asíu) og LiechtensteinVestur-Evrópu), tvílandlukt, það er að segja, að öll löndin sem að þeim liggja eru líka landlukt. Það fyrrnefnda er stærra, en stærsta landlukta landið er Kasakstan (líka í Mið-Asíu). Hið minnsta er Vatíkanið (í Vestur-Evrópu). Eþíópía er fjölmennasta landlukta landið (síðan 24. maí 1991 þegar það varð landlukt, eða frá því að Eritrea varð sjálfstætt land). Ekkert ríki er umlukið af fleiri löndum en Austurríki. Það er umlukið 8 löndum. Úsbekistan, sem er tvílandlukt, er umlukið 5 löndum. Nokkur fleiri landlukt ríki njóta takmarkaðrar viðurkenningar, til dæmis Kósovó í Suðaustur-Evrópu, og Artsak-lýðveldið (líka kallað Nagornó-Karabak-lýðveldið) sem er tvílandlukt.

Landlukt lönd eru á þessu korti lituð græn.

Árið 1990 var fjöldi landluktra landa 30 í heiminum. Þeim fjölgaði eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur og Júgóslavía varð líka að fleiri löndum og umdeildum svæðum eins og Kósovó.

Það fylgir því óhagræði, t.d. í efnahagslegu tilliti að hafa ekki beinan aðgang að sjó. Þá þarf að treysta á önnur lönd um flutning á vörum. Í flestum tilvikum er þó um flugvöll að ræða, en sum lönd hafa engan eins og Liechtenstein (og Vatíkanið). Sum landlukt lönd eru hins vegar mjög vel stæð, til dæmis þau sem eru í Evrópu (þó ekki Moldóva), það er löndin Liechtenstein, Sviss og Austurríki.

Landlukt lönd

breyta

Þar af landlukt af aðeins einu landi

breyta

Lönd eða svæði með takmarkaða viðurkenningu

breyta