Lýðháskóli
Lýðháskóli er skólagerð sem þróaðist á Norðurlöndum einkum Danmörku og byggir á hugsjónum og hugmyndum N.F.S. Grundtvig. Lýðháskólar voru upprunalega alþýðuskólar fyrir fullorðna nemendur (18 ára og eldri) sem voru að búa sig undir lífið og kennslan miðaðist við að gera nemendur að góðum borgurum. Skólinn átti að búa nemendur undir lífið en ekki próftökur og embætti. Með tímanum þróaðist skólaformið og meiri áhersla varð á þróun einstaklingsins.
Í upphafi voru aðalnámsgreinar móðurmál og saga þess lands sem lýðháskólinn var í en einnig var kennd samfélagsfræði, mannkynssaga og bókmenntir, stærðfræði, náttúrufræði og heilsufræði auk skriftar og reikning. Áhersla var einnig á leikfimi. Nemendur bjuggu í skólanum og nemendur og kennarar borðuðu saman og áhersla var lögð á samveru. Námsgreinar breyttust með tímanum en ennþá er mikil áhersla lögð á félagskap og samveru.
Lýðháskólar á Norðurlöndum
breytaLýðháskólar spruttu upp í umhverfi Evrópu eftir byltinguna 1830 en 1848 var einveldi aflagt í Danmörku og árið 1849 var sett ný stjórnarskrá. Fram að þeim tíma hafði menntun í Danmörku miðast við aðals- og efnastéttir. Fyrsti lýðháskólinn var stofnaður í Rödding á Suður-Jótlandi árið 1946. Danir misstu landsvæðið á Suður-Jótlandi til Þjóðverja eftir Slésvíkurófriðinn 1864 og var Rödding skólinn þá fluttur til Askov. Fyrsti lýðháskólinn var stofnaður í Noregi árið 1864 og í Svíþjóð árið 1868 og Finnlandi 1892. Lýðháskólarnir voru oftast sjálfeignarstofnanir og áhersla á þverfaglegt nám og þroska einstaklinga en engin áhersla á próf.
Lýðháskólar og lýðháskólahreyfing á Íslandi
breytaFyrsti boðberi lýðskólahreyfingarinnar á Íslandi var Guðmundur Hjaltason en skóli sem hann stofnaði í Laufási við Eyjafjörð haustið 1883 var fyrsti vísir að lýðháskóla á Íslandi. Sá skóli var fluttur til Akureyrar árið 1884 og rekinn í nokkra vetur en lognaðist útaf vegna fárra nemenda en á sama svæði var þá einnig nýstofnaður Möðruvallaskóli. Sigurður Þórólfsson rak lýðháskóla 1902-1920 og var skólinn frá árinu 1905 á Hvítárbakka í Borgarfirði og kallaður Hvítárbakkaskólinn. Sigurður hafði sjálfur verið við nám í Askov skólanum 1901-1902 og stofnaði kvöldskóla í Reykjavík með lýðháskólasniði haustið 1902. Það voru 22 nemendur og var Sigurður eini fastráðni kennarinn. Sigurður flutti árið 1905 að Hvítárbakka og rak þar lýðháskóla til 1920 en seldi þá skólann til hlutafélags. Skólinn var fluttur að Reykholti árið 1931.
Tenglar
breyta- Bogi Th. Melsteð, Um æskuárin og íslenskan lýðháskóla,Andvari - 1. Tölublað (01.01.1907)
- Jóhann Hannesson, Um kirkjulega lýðháskóla, Kirkjuritið - 9. Tölublað (01.11.1963)
- Heimsókn í Lýðháskólann í Skálholti, Skinfaxi - 3. Tölublað (01.06.1979) bls. 4-9
- Lýðháskólar og landbúnaður Dana, Plógur - 4. tölublað (02.07.1902
- Jón Torfi Jónasson, Lýðháskólar á Íslandi í byrjun 20. aldar, Steinar í Vörðu, 1999 Geymt 21 janúar 2022 í Wayback Machine
- Lýðháskólinn í Voss 70 ára
- Lýðháskólar (upplýsingasíða)
- Lýðháskólar. Hugmyndafræði - Saga hér á landi (B.Ed. ritgerð)