[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Kolinda Grabar-Kitarović

Forseti Króatíu

Kolinda Grabar-Kitarović (f. 29. apríl 1968) er króatískur stjórnmálamaður og erindreki sem var fjórði forseti Króatíu, í embætti frá árinu 2015 til ársins 2020. Hún er fyrsta konan sem hefur gegnt embættinu frá því að lýðræðislegar fjölflokkakosningar hófust í landinu árið 1990. Hún er einnig yngsta manneskjan sem hefur gegnt embættinu.[1][2]

Kolinda Grabar-Kitarović
Forseti Króatíu
Í embætti
19. febrúar 2015 – 18. febrúar 2020
ForsætisráðherraZoran Milanović
Tihomir Orešković
Andrej Plenković
ForveriIvo Josipović
EftirmaðurZoran Milanović
Persónulegar upplýsingar
Fædd29. apríl 1968 (1968-04-29) (56 ára)
Rijeka, lýðveldinu Króatíu, Júgóslavíu
ÞjóðerniKróatísk
StjórnmálaflokkurKróatíska lýðræðisbandalagið (1993–2015)
MakiJakov Kitarović (1996–)
BörnKatarina, Luka
HáskóliHáskólinn í Zagreb, Diplómataháskólinn í Vín (Diplomatische Akademie Wien)
StarfStjórnmálamaður

Grabar-Kitarović gegndi ýmsum ríkisembættum áður en hún var kjörin forseti. Hún var Evrópumálaráðherra frá 2003 til 2005, utanríkis- og Evrópuráðherra frá 2005 til 2008, sendiherra Króatíu til Bandaríkjanna frá 2008 til 2011 og aðstoðarritari almannatengsla hjá NATÓ í framkvæmdarstjórnum Anders Fogh Rasmussens og Jens Stoltenbergs frá 2011 til 2014.[3]

Grabar-Kitarović bauð sig fram í forsetakosningum Króatíu um áramótin 2014 og 2015. Hún lenti í öðru sæti í fyrstu umferð kosninganna og vann síðan nauman sigur gegn sitjandi forsetanum Ivo Josipović í annarri umferð. Sigur Grabar-Kitarović var óvæntur þar sem flestar skoðanakannanir höfðu spáð Josipović endurkjöri. Grabar-Kitarović hlaut sigur í seinni umferðinni með aðeins 1.48% forskoti á Josipović og er þetta naumasti sigur í sögu króatískra forsetakosninga. Grabar-Kitarović var meðlimur í miðhægriflokknum Króatíska lýðræðisbandalaginu til ársins 2015. Hún var einnig ein af þremur króatískum meðlimum Þríhliða ráðsins (Trilateral Commission),[4] en hún neyddist til að segja sig úr báðum félögunum þegar hún tók við forsetaembætti þar sem forseti Króatíu má ekki vera meðlimur í öðrum stjórnmálahreyfingum.[5] Tímaritið Forbes hefur nefnt Grabar-Kitarović sem eina af voldugustu konum í heimi.[6]

Grabar-Kitarović bauð sig fram til endurkjörs í forsetakosningum sem fóru fram í tveimur umferðum árin 2019 og 2020. Hún tapaði endurkjöri í seinni umferð á móti mótframbjóðanda sínum, fyrrum forsætisráðherranum Zoran Milanović.[7]

Tilvísanir

breyta
  1. Jóhann Óli Eiðsson (12. janúar 2015). „Fyrsti kvenforseti Króatíu“. Vísir. Sótt 4. september 2018.
  2. Hina (15. febrúar 2015). „NOVA PREDSJEDNICA Evo što svjetske agencije javljaju o Kolindinoj inauguraciji“. Jutarnji.hr. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. janúar 2019. Sótt 4. september 2018.
  3. NATO (29. ágúst 2014). „NATO – Biography: Kolinda Grabar-Kitarovic, Assistant Secretary General for Public Diplomacy“. NATO.
  4. „Kolinda Grabar Kitarović - nova nada Hrvatske“. Narodni List. Sótt 4. september 2018.
  5. „Kolinda više nije članica Rockefellerove Trilaterale, jedne od najmoćnijih grupa na svijetu - Vijesti“. Index.hr. Sótt 4. september 2018.
  6. „FORBESOV IZBOR Kolinda Grabar-Kitarović je 39. najmoćnija žena na svijetu“. Sótt 4. september 2018.
  7. Atli Ísleifsson (6. janúar 2020). „Vinstri­maður hafði betur gegn sitjandi for­seta í Króatíu“. Vísir. Sótt 6. janúar 2020.


Fyrirrennari:
Ivo Josipović
Forseti Króatíu
(19. febrúar 201518. febrúar 2020)
Eftirmaður:
Zoran Milanović