[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Kóbolt

Frumefni með efnatáknið Co og sætistöluna 27

Kóbolt eða kóbalt er frumefni með efnatáknið Co og er númer 27 í lotukerfinu.

   
Járn Kóbolt Nikkel
  Ródín  
Efnatákn Co
Sætistala 27
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 8900,0 kg/
Harka 5,0
Atómmassi 58,9332 g/mól
Bræðslumark 1768,0 K
Suðumark 3000,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Almennir eiginleikar

breyta

Kóbolt er hart, silfurhvítt járnsegulefni. Það er oft tengt nikkel og bæði efnin einkenna loftsteinajárn. Spendýr þarfnast smárra skammta af Kóboltsöltum til að lifa. Kóbolt-60, sem er geislavirk samsæta þess, er mikilvægt sporefni og var notað við geislameðferð krabbameins. Kóbolt hefur tvo þriðju segulleiðni járns.

Algeng oxunarstig kóbolts eru +2 og +3 og jafnvel +1.

Notkun

breyta

Co-60 er nytsamlegt sem uppspretta gammageisla að hluta til því að það getur verið framleitt í þekktum stærðum og í mjög stórum stíl með því að láta nifteindir dynja á náttúrulegu Kóbolti í kjarnaofni í ákveðinn tíma.