[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Hlíðaskóli er skóli í Hlíðahverfi í Reykjavík. Hann er heildstæður grunnskóli sem felur í sér alla bekki frá 1. til 10. Þar stunda rúmlega 500 nemendur nám í 25 bekkjardeildum. Skólastarf í Hlíðahverfi hófst árið 1954 með kennslu 7–8 ára barna í húsnæði leikskólans við Eskihlíð, sem þá var útibú frá Austurbæjarskóla. Ári seinna fékk skólinn nafnið Eskihlíðarskóli. Fyrsti skólastjóri hans var Magnús Sigurðsson. Fljótlega var hafist handa við byggingu nýs skólahúsnæðis við Hamrahlíð og flutt í fyrsta áfanga þess árið 1960. Skólinn fékk þá nafnið Hlíðaskóli. Sigvaldi Thordarson arkitekt teiknaði skólann sem átti í upphafi að verða stærsti skóli landsins og rúma 1700–1800 nemendur. Magnús Sigurðsson gegndi störfum fram til ársins 1969 en þá leysti Ásgeir Guðmundsson hann af hólmi. Ásgeir var skólastjóri Hlíðaskóla til ársins 1980 ef frá eru talin árin 1972-74 en þá var Ásgeir í námsleyfi og gegndi Áslaug Friðriksdóttir starfi skólastjóra á meðan. Árni Magnússon var skólastjóri í rúmlega tuttugu ár (1980–2003). Frá og með mars 2011 er skólastjóri Aðalheiður Bragadóttir.

Tenglar

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.