[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Haffjarðará er á á Snæfellsnesi sem rennur úr Oddastaðavatni um 20 km leið í Haffjörð. Áin er ein þekktasta laxveiðiá landsins og á hún sér nokkra sérstöðu að því leiti að engum seiðum hefur verið sleppt í hana og er hún því sjálfbær. Frá 1974 hefur eingöngu verið veitt á flugu. Við ána ofan þjóðvegar er veiðihús. Sumarið 2013 var metveiði, 2156 laxar[1] sem veiddir voru á 4-6 stangir.

Haffjarðará

Áin er í eigu Óttars Yngvasonar. Fyrr á 20. öldinni var áin lengi vel í eigu Thors Jensens og fjölskyldu hans: Thor byrjaði að kaupa jarðir við ána 1909 og smám saman keypti hann allan veiðirétt í Haffjarðará. Thor byggði tvö hús við ána og fjölskyldan dvaldi þar langdvölum á sumrin.[2] Til er frásögn af því að Ólafur Thors hafi verið í útreiðartúr nálægt ánni í júlí 1923 og hann hafi fallið af baki og hlotið slæmt höfuðhögg með þeim afleiðingum að hann treysti sér ekki til að taka fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kosningunum sama ár.[3]

Á árunum 1918–1920 lét Thor byggja tvö hús ofan þjóðvegar við Haffjarðará: veiðihús og starfsmannahús. Síðan hefur viðbyggingum verið bætt við og eru húsin rauðmáluð bárujárnsklædd timburhús með grænum þökum. Ofar við ána reisti Thor sumarbústað fyrir fjölskyldu sína og nefndist húsið Kvörn. Í hraunjaðrinum milli Kvarnar og Ytri-Rauðamels lét hann reisa klakstöð.[4]

Um Haffjarðará lyggja mörkin milli Eyja- og Miklaholtshrepps og Borgarbyggðar.

Tilvísanir

breyta
  1. „Haffjarðará“. laxar.net. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. mars 2018. Sótt 10. janúar 2020.
  2. Guðmundur Magnússon, Thorsararnir: auður – völd – örlög (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005), 147-49.
  3. Guðmundur Magnússon, Thorsararnir: auður – völd – örlög (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005), 149-50.
  4. „Menningarminjar í Eyja- og Miklaholtshreppi,Minjastofnun“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 23. mars 2019. Sótt 23. mars 2019.

Tenglar

breyta