[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Gabriel Attal

Forsætisráðherra Frakklands

Gabriel Attal (f. 16. mars 1989) er franskur stjórnmálamaður úr Endurreisnarflokknum sem var forsætisráðherra Frakklands frá janúar til september árið 2024.

Gabriel Attal
Attal árið 2023.
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
9. janúar 2024 – 5. september 2024
ForsetiEmmanuel Macron
ForveriÉlisabeth Borne
EftirmaðurMichel Barnier
Persónulegar upplýsingar
Fæddur16. mars 1989 (1989-03-16) (35 ára)
Clamart, Frakklandi
ÞjóðerniFranskur
StjórnmálaflokkurEndurreisn (2016–)
Sósíalistaflokkurinn (2006–2016)
HáskóliSciences Po
Université Paris-Panthéon-Assas
Undirskrift

Attal var kjörinn á franska þingið í júní 2017 og náði skjótum pólitískum frama. Hann varð aðstoðarmaður mennta- og ungmennamálaráðherra Frakklands árið 2018, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar árið 2020, ráðherra opinberra framkvæmda og útgjalda árið 2022 og mennta- og ungmennamálaráðherra árið 2023.

Þann 9. janúar 2024 var Attal útnefndur af Emmanuel Macron forseta til að taka við af Élisabeth Borne sem forsætisráðherra Frakklands. Attal, sem var þá 34 ára, varð yngsti forsætisráðherra í sögu landsins og fyrsti samkynhneigði maðurinn til að gegna embættinu.

Æska og uppvöxtur

breyta

Attal fæddist þann 16. mars 1989 í Clamart á Île-de-France. Hann ólst upp í 13. og 14. hverfi Parísar ásamt þremur systrum. Faðir hans, Yves Attal(fr), var lögfræðingur og kvikmyndaframleiðandi af túniskum og elsösskum Gyðingaættum. Móðir Attals, Marie de Couriss var af frönskum og grísk-rússneskum ættum og vann hjá kvikmyndafélagi.[1][2] Attal var alinn upp í trú móður sinnar, grísku rétttrúnaðarkirkjunni.[3]

Attal gekk í einkaskóla, École alsacienne, í 6. hverfi Parísar. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum þegar hann tók þátt í fjöldamótmælum ungmenna gegn breytingum á vinnulöggjöf árið 2006.[4] Attal hlaut inngöngu í Sciences Po árið 2007 og stofnaði nefnd til stuðnings Íngrid Betancourt, fransk-kólumbískrar konu sem var haldið í gíslingu af skæruliðasamtökunum FARC.[5] Hann útskrifaðist frá Sciences Po árið 2012 með mastersgráðu í almannatengslum. Attal hafði numið við Université Paris-Panthéon-Assas frá 2008 til 2011 og varði ári við störf ásamt Éric de Chassey, framkvæmdastjóra frönsku akademíunnar í Róm.[6]

Stjórnmálaferill

breyta

Í ráðgjöf og sveitarstjórn

breyta

Eftir starfsnám hjá franska þinginu með Marisol Touraine á tíma frönsku forsetakosninganna árið 2012 vann Attal í fimm ár sem ráðgjafi við heilbrigðisráðuneytið, meðal annars við tengsl við þingmenn og við að semja ræður.[7]

Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var Attal í fimmta sæti á lista Sósíalistaflokksins. Hann var einn fjögurra frambjóðenda flokksins sem náðu kjöri í Vanves og tóku að sér forystu stjórnarandstöðunnar eftir afsögn oddvita flokksins.[8]

Þingmaður (2017–2018)

breyta

Attal var kjörinn á franska þingið þann 18. júní 2017 fyrir 10. kjördæmi Hauts-de-Seine.[7][9]

Attal var fljótt talinn með hæfustu nýju þingmönnunum ásamt Amélie de Montchalin.[10] Hann sat í menningar- og menntamálanefnd þingsins og gegndi þar hlutverki agameistara þingflokks La République En Marche!.[11]

Í desember 2017 var Attal útnefndur skýrslugjafi lagafrumvarps um aðgang að háskólamenntun.[12] Attal var útnefndur fjölmiðlafulltrúi La République En Marche! í janúar 2018.[13] Í september 2018, eftir að Richard Ferrand var kjörinn forseti þingsins, gaf Attal kost á sér til að taka við af honum sem forseti þingflokks LREM, en dró framboð sitt til baka daginn fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem hann var talinn einn þriggja sem líklegastir voru til að ná kjöri.[14] Hann lýsti síðar yfir stuðningi við Roland Lescure.[15]

Í ríkisstjórn (2018–2024)

breyta

Þann 16. október 2018 var Attal útnefndur Secrétaire d'État (aðstoðarráðherra) í mennta- og ungmennamálaráðuneytinu undir Jean-Michel Blanquer. Hann var þá 29 ára gamall og þar með yngsti meðlimur í ríkisstjórn í sögu fimmta franska lýðveldisins. Hann sló fyrra met François Baroin frá árinu 1995 með nokkurra mánuða mun.[10]

Attal var talsmaður ríkisstjórnar Jeans Castex forsætisráðherra frá 2020 til 2022.[16] Hann varð ráðherra opinberra framkvæmda og útgjalda í stjórn Élisabeth Borne í maí 2022.[17]

Í júlí 2023 var Attal útnefndur mennta- og ungmennamálaráðherra eftir uppstokkun í stjórninni.[18] Hann var þá 34 ára gamall og því yngsti handhafi þess embættis í sögu fimmta lýðveldisins.[19] Í þessu embætti tilkynnti hann bann við abaya-slæðum í frönskum almenningsskólum í nafni „meginreglunnar um veraldarhyggju“. Með þessu var útvíkkað bann við trúarlegum táknum sem nær líka yfir krista krossa, Kippah Gyðinga og íslamskar slæður.[20]

Forsætisráðherra

breyta

Eftir að Borne sagði af sér sem forsætisráðherra þann 8. janúar 2024 bentu fjölmiðlar fljótt á Attal sem einn líklegasta manninn til að taka við af henni.[21] Emmanuel Macron tilkynnti formlega útnefningu hans til embættis forsætisráðherra þann 9. janúar 2024. Attal var þá 34 ára gamall og því yngsti forsætisráðherra í sögu Frakklands. Hann er jafnframt fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra landsins.[22]

Vangaveltur hafa verið á kreiki í frönskum fjölmiðlum um að Attal kunni að gefa kost á sér í forsetakosningum Frakklands árið 2027.[23]

Macron rauf þing og boðaði til þingkosninga í júní og júlí 2024, aðeins fáeinum mánuðum eftir að Attal tók við embætti forsætisráðherra. Í seinni umferð kosninganna lenti kosningabandalag miðjuflokka undir forystu Attals í öðru sæti á eftir Nýju alþýðufylkingunni, kosningabandalagi vinstriflokka. Attal boðaði því afsögn sína þann 7. júlí 2024.[24] Macron bað hann að gegna forsætisráðherraembættinu áfram um stundarsakir, þar til línur skýrðust um næstu ríkisstjórn.[25]

Einkahagir

breyta

Attal er samkynhneigður og var í staðfestri sambúð með Stéphane Séjourné, meðlimi á Evrópuþinginu fyrir La République En Marche!.[26] Þeir höfðu slitið samvistum árið 2024.[3] Attal greindi frá því í sjónvarpsviðtali að hann hefði orðið fyrir einelti vegna hommahaturs í skóla.[3] Árið 2018 upplýsti fyrrum bekkjarfélagi hans, Juan Branco, um samkynhneigð Attals í færslu á Twitter.[27][28] Attal hefur einnig orðið fyrir hatursorðræðu á grundvelli hommahaturs og Gyðingahaturs á samfélagsmiðlum sem stjórnmálamaður.[29]

Tilvísanir

breyta
  1. Mathilde Siraud (1. mars 2023). „Gabriel Attal, sur les traces de Macron ?“. lepoint.fr (franska)..
  2. Bancaud, Delphine (16. október 2018). „Qui est Gabriel Attal, le plus jeune membre d'un gouvernement de la Ve République?“ (franska). 20 Minutes. Sótt 26. október 2018.
  3. 3,0 3,1 3,2 „Who is Gabriel Attal, France's new prime minister?“. Politico. 9. janúar 2024.
  4. Laurent Telo (13. apríl 2018). „Du Parti socialiste à La République en marche, la mue fulgurante de Gabriel Attal“. Le Monde.fr (franska). Le Monde. Sótt 26. október 2018.
  5. Jeudy, Bruno (20. ágúst 2018). „Gabriel Attal : "Le jour où je rencontre Ingrid Betancourt" (franska). Paris Match. Sótt 26. október 2018.
  6. Baudais, Pierrick (20. desember 2017). „Qui est Gabriel Attal, le futur porte-parole de la République en marche?“ (franska). Ouest-France. Sótt 26. október 2018.
  7. 7,0 7,1 „Qui est Gabriel Attal, votre député (LREM) d'Issy-Vanves“ (franska). Le Parisien. 19. júní 2017. Sótt 26. október 2018.
  8. Petitdemange, Amélie (16. október 2018). „Gabriel Attal: un vingtenaire débarque dans le gouvernement“ (franska). Les Échos. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 október 2018. Sótt 26. október 2018.
  9. „Elections législatives 2017“ (franska). Ministry of the Interior. Sótt 19. júní 2017.
  10. 10,0 10,1 Lemarié, Alexandre (16. október 2018). „Gabriel Attal, Secretary of State at Blanquer“ (franska). Le Monde. Sótt 26. október 2018.
  11. Vigoureux, Caroline; Bertolus, Jean-Jérôme (13. september 2017). „Les whips, ces députés LREM de l'ombre au rôle stratégique“ (franska). L'Opinion. Sótt 26. október 2018.
  12. Stromboni, Camille; Lemarié, Alexandre (4. desember 2017). „Gabriel Attal : « Il faudra être très vigilant sur la rentrée 2018 à l'université »“ (franska). Le Monde. Sótt 26. október 2018.
  13. "Un honneur": le député Gabriel Attal sera le porte-parole de LREM en janvier“ (franska). France Info. 20. desember 2017. Sótt 26. október 2018.
  14. Siraud, Mathilde (18. september 2018). „Présidence du groupe LaREM à l'Assemblée : Attal et Bonnell jettent l'éponge“ (franska). Le Figaro. Sótt 26. október 2018.
  15. Boichot, Loris (14. september 2018). „Qui sont les sept macronistes qui veulent diriger les députés LaREM après Ferrand?“. Le Figaro.
  16. „Gouvernement Castex en direct : Darmanin nommé ministre de l'intérieur, Dupond-Moretti garde des sceaux et Bachelot à la culture“. Le Monde (franska). 6. júlí 2020.
  17. Boiteau, Victor (20. maí 2022). „Changement dans la continuité: Darmanin, Le Maire, Attal… Ces ministres qui remettent ça dans le gouvernement Borne“ (franska). Libération. Sótt 23. maí 2022.
  18. „Macron sacks education, health ministers in mini-reshuffle“. Politico. 20. júlí 2023.
  19. de Villaines, Astrid; Garcia, Émilie; Toussay, Jade (20. júlí 2023). „Gabriel Attal ministre de l'Éducation nationale, itinéraire d'un surdoué de la politique“ (franska). HuffPost.
  20. „French education minister announces ban on religious symbols and clothes in schools“. POLITICO (enska). 27. ágúst 2023. Sótt 9. janúar 2024.
  21. „French PM resigns as Macron seeks to relaunch presidency“. France 24 (enska). 8. janúar 2024. Sótt 9. janúar 2024.
  22. „Who is Gabriel Attal, the French PM who climbed the ranks in record time?“. The Guardian. 9. janúar 2024.
  23. „Attal: the 'new Macron' at helm of French government“. France 24. 9. janúar 2024.
  24. Ólafur Björn Sverrisson (7. júlí 2024). „Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð“. Vísir. Sótt 8. júlí 2024.
  25. Dagný Hulda Erlendsdóttir (8. júlí 2024). „Biður forsætisráðherrann að sitja lengur í embætti“. RÚV. Sótt 11. júlí 2024.
  26. Biseau, Grégoire (31. október 2021). „Stéphane Séjourné et Gabriel Attal, un couple au cœur du pouvoir“ (franska). Le Monde. Sótt 27. apríl 2022.
  27. Girard, Quentin (23. apríl 2019). „Gabriel Attal, de ses propres zèles“ (franska). Libération. Sótt 6. júní 2019.
  28. „Juan Branco a-t-il une "haine quasi-obsessionnelle" à l'endroit de Benjamin Griveaux?“ (franska). RFI. 18. febrúar 2020.
  29. Sitbon, Shirli. „Gabriel Attal: Barrage of antisemitic abuse for rising star of French politics“. The Jewish Chronicle. Sótt 9. janúar 2024.


Fyrirrennari:
Élisabeth Borne
Forsætisráðherra Frakklands
(9. janúar 20245. september 2024)
Eftirmaður:
Michel Barnier