[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Fóstur er afkvæmi sem er enn í móðurkviði. Það þróast út frá fósturvísi (sem er frumstig þroskans). Í manninum byrjar fósturstigið níu vikum eftir frjóvgun (sama tímabil kallast 11. vika meðgöngu)[a] og er fram að fæðingu.[1] Þar sem fóstur þroskast smátt og smátt eru ekki greinileg mörk sem aðgreina fósturvísi frá fóstri, en í fóstri eru þó öll líffærin orðin til (þó þau séu ekki orðin fullþroska, og sum ekki enn komin á réttan stað).

Fóstur.

Fóstur geta næstum aldrei lifað af utan móðurkviðs fyrr en eftir 23 vikna meðgöngu (5 mánuðir og 3 vikur). Um 20–35% barna sem fæðast við 23 viku meðgöngu lifa af, 50–70% sem fæðast 24–25 viku (6 mánuðir til 6 mánuðir og 1 vika), og yfir 90% barna sem fæðast eftir 26–27 viku (6 og hálfur mánuður til 6 mánuðir og 3 vikur).[2] Það er mjög sjaldgæft að barn sem vegur minna en hálft kíló lifi af.[3]

Mannsfóstur komið þrjá mánuði á leið, tengt við fylgjuna.
Mismunandi stig í þroska fílsfósturs.

Tilvísanir

breyta
  1. Meðganga er talin í fjölda vikna eftir síðustu blæðingar, en frjóvgunin sjálf verður vanalega um 2 vikum eftir blæðingar.
  1. „First Trimester – American Pregnancy Association“. americanpregnancy.org. 1. maí 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. apríl 2009.
  2. March of Dimes – Neonatal Death Geymt 24 október 2014 í Wayback Machine, retrieved September 2, 2009.
  3. Moore, Keith and Persaud, T. The Developing Human: Clinically Oriented Embryology, p. 103 (Saunders 2003).
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.