[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Björn Þórðarson

Björn Þórðarson (fæddur 6. febrúar 1879 dáinn 25. október 1963) var forsætisráðherra Íslands í utanþingsstjórninni svonefndu og þar með fyrsti forsætisráðherra lýðveldisins. Hann og ráðuneyti hans var skipað af Sveini Björnssyni, þá ríkisstjóra Íslands, 16. desember 1942.

Björn Þórðarson

Björn lagði stund á laganám við Kaupmannahafnarháskóla á sama tíma og Einar Arnórsson og Sveinn Björnsson. Rannsókn sem Björn vann um sögu refsivistar á Íslandi varði hann sem doktorsritgerð í lögfræði, þá fyrstu við Háskóla Íslands.

Björn var að sögn „hógvær vinstri maður, trúr guði sínum, konungi og þjóð“. Björn bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Borgarfjarðarsýslu 1927 en féll fyrir Pétri Ottesen. Björn var lögskilnaðarmaður, þ.e. hann vildi slíta konungssambandinu við Danmörku með samningum.

Heimild

breyta
  • Forsætisráðherrar Íslands. Ólafur Teitur Guðnason Ritstýrði. Bókaútgáfan Hólar. Akureyri 2004.


Fyrirrennari:
Ólafur Thors
Forsætisráðherra
(16. desember 194221. október 1944)
Eftirmaður:
Ólafur Thors


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi stjórnmálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.