[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Beryllín

Frumefni með efnatáknið Be og sætistöluna 4

Beryllín[1][2][3] eða beryllíum[1][3] (úr grísku: βήρυλλος; „beryll“ ) er frumefni með efnatáknið Be[1] og sætistöluna 4 í lotukerfinu. Það er eitrað og tvígilt frumefni. Beryllín er stálgrár, sterkur, léttur en þó stökkur jarðalkalímálmur, sem er aðallega notaður sem hersluefni í málmblöndur. Í náttúrunni finnst beryllín í efnasamböndum í steindum á borð við beryl (akvamarín, smaragður) og krýsóberyl.

   
Litín Beryllín Bór
  Magnesín  
Efnatákn Be[1]
Sætistala 4[1]
Efnaflokkur Jarðalkalímálmur[1]
Eðlismassi 1848,0 kg/
Harka 5,5
Atómmassi 9,01218 g/mól
Bræðslumark 1551,15 K
Suðumark 3243,15 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Málmur
Lotukerfið

Beryllín er fremur sjaldgæft efni þar sem það verður ekki til við hefðbundna sólstjörnukjarnamyndun heldur aðeins í Miklahvelli og síðar vegna áhrifa geimgeisla á geimryk. Efnið nýtist ekki neinum lífverum svo vitað sé. Beryllínryk tærir lífræna vefi og getur valdið lífshættulegu ofnæmi í lungum, beryllíneitrun.

Einkenni

breyta

Beryllín hefur hæsta bræðslumark allra léttra málma. Það er einstaklega stíft (um helmingi stífara en stál). Það hefur mikla hljóð- og hitaleiðni og er besti hitaleiðarinn af málmum miðað við þyngd.

Beryllín oxast ekki greiðlega í lofti við staðalhita og staðalþrýsting.

Notkun

breyta

Vegna þess hve röntgengeislar fara auðveldlega í gegnum beryllín eru hreinar beryllínflögur gjarnan notaðar í geislaglugga í röntgenlömpum.

Vegna þess hve það er stíft, létt og með hátt bræðslumark er beryllín notað í hluta geimfara og eldflauga.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Efnafræði
  2. Eðlisfræði
  3. 3,0 3,1 Læknisfræði

Tengill

breyta
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.