[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Andreas Kaplan

Prófessor og rektor

Andreas Kaplan (f. 5. október 1977 í München, Þýskalandi) er prófessor í stafrænni umbreytingu, einkum gervigreind og sýndarveruleika ásamt því að vera sérfræðingur á sviði æðri menntunar.[1] Hann starfar sem forseti Kühne Logistics University.[2] Kaplan gengdi áður stöðu rektors hjá ESCP Business School, sem er hluti af Sorbonne Alliance.

Prófessor Andreas Kaplan

Rannsókn

breyta

Rannsókn Kaplan snýr að stafrænni umbreytingu samfélagsins, sér í lagi vegna framfara á sviðum gervigreindar og samskipta í gegnum samfélagsmiðla. Rannsókn frá Standford-háskóla telur Kaplan með áhrifaríkustu vísindamönnum sem mest er vitnað í á heimsvísu.[3] Á Google Scholar er vitnað í Kaplan yfir 40.000 sinnum.[4]

Starfsferill

breyta

Kaplan hóf starfsferil sinn við Sciences Po Paris og ESSEC áður en hann gekk til liðs við ESCP Business School þar sem hann gengdi stöðu rektors. Hann starfar eins og er sem forseti Kühne Logistics University. Kaplan er stofnmeðlimur European Center for Digital Competitiveness og situr í stjórn námsráðgjafarnefndar Kozminski háskólans.[5]

Menntun

breyta

Kaplan er með doktorsgráðu frá Sorbonne-háskóla og doktorsgráðu frá háskólanum í Köln og viðskiptaháskólanum HEC Paris. Hann er með MPA-gráðu frá École Nationale d'Administration, MBA-gráðu frá The Power Business School, MS-gráðu frá ESCP og BS-gráðu frá háskólanum Ludwig-Maximilians í München.[6]

Útgáfur

breyta
  • Kaplan, Andreas (2022). Artificial Intelligence, Business and Civilization: Our Fate Made in Machines. United Kingdom: Routledge. ISBN 9781032155319.
  • Kaplan, Andreas (2022). Digital Transformation and Disruption of Higher Education. United Kingdom: Cambridge University Press. ISBN 9781108838900.
  • Kaplan, Andreas (2021). Higher Education at the Crossroads of Disruption: The University of the 21st Century, Great Debates in Higher Education. United Kingdom: Emerald Publishing. ISBN 9781800715042.
  • Kaplan Andreas (October 2015) European business and management. Sage Publications Ltd., London. ISBN 9781473925144

Tilvísanir

breyta
  1. California Management Review Insights
  2. Andreas Kaplan new President of Kühne Logistics University
  3. Ioannidis, John P. A.; Baas, Jeroen; Klavans, Richard; Boyack, Kevin W. (2019). "A standardized metrics author database annotated for scientific field". PLOS Biology. 17 (8): e3000384
  4. Google Scholar
  5. Professionals Need to Keep Their Skills Fresh. Will They Turn to Higher Ed? Harvard Business Publishing
  6. Nomination : Un nouveau directeur pour les campus parisiens d'ESCP BS