20. desember
dagsetning
Nóv – Desember – Jan | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 | ||||
2024 Allir dagar |
20. desember er 354. dagur ársins (355. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 11 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 217 - Kallixtus 1. var kjörinn páfi en Hippólýtus af Róm gerðist mótpáfi í andstöðu við hann.
- 1334 - Benedikt 12. varð páfi.
- 1370 - Gregoríus 11. varð páfi.
- 1474 - Solveig Þorleifsdóttir í Víðidalstungu var bannfærð.
- 1522 - Eftirlifandi Jóhannesarriddarar á Rótey gáfust upp fyrir Súleiman mikla og yfirgáfu eyna.
- 1626 - Ferdinand 2. keisari og Bethlen Gábor Transylvaníufursti gerðu með sér friðarsáttmálann í Pressburg.
- 1662 - Nicolas Fouquet, fjármálaráðherra Frakklands, var dæmdur í útlegð.
- 1699 - Pétur mikli fyrirskipaði að nýja árið skyldi hefjast 1. janúar í stað 1. september eins og áður hafði verið.
- 1904 - Íþróttafélagið Höfrungur stofnað á Þingeyri.
- 1930 - Ríkisútvarpið tók til starfa í Reykjavík. Í fyrstu starfaði það í leigðu húsnæði hjá versluninni Edinborg í Hafnarstræti, en haustið 1931 flutti það í Landssímahúsið vð Austurvöll.
- 1930 - Landspítalinn tók til starfa.
- 1971 - Samtökin Læknar án landamæra voru stofnuð af tveimur samtökum franskra lækna sem höfðu unnið í Austur-Pakistan og Bíafra.
- 1974 - Tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað með þeim afleiðingum að tólf manns fórust.
- 1975 - Kröflueldar hófust með hraungosi á sprungu við Leirhnjúk. Gosið stóð með hléum til 18. september 1984.
- 1977 - Djibútí og Víetnam urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
- 1981 - Penlee-björgunarslysið átti sér stað undan strönd Cornwall.
- 1983 - Alþingi samþykkti frumvarp um kvótakerfi á fiskveiðar og gekk það í gildi 1. janúar 1984.
- 1987 - Yfir 4000 manns fórust þegar filippeyska farþegaskipið Dona Paz brann og sökk eftir árekstur.
- 1988 - Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni var undirritaður í Vínarborg.
- 1989 - Bandaríkin réðust inn í Panama til að steypa Manuel Noriega af stóli.
- 1992 - Tónleikahöllinni Folies Bergère í París var lokað.
- 1994 - Frank Sinatra kom fram á sínum síðustu tónleikum í Japan.
- 1995 - American Airlines flug 965 fórst í Kólumbíu. Af 164 farþegum lifðu 4 slysið af.
- 1996 - Apple Computer keypti hugbúnaðarfyrirtæki Steve Jobs, NeXT.
- 1999 - Alþýðulýðveldið Kína tók við stjórnartaumum í Maká.
- 2002 - Bandaríska kvikmyndin Gangs of New York var frumsýnd.
- 2005 - Benjamin Netanyahu náði aftur völdum í Likud-flokki Ísraels eftir brotthvarf Ariels Sharons.
- 2005 - Durrës-háskóli var stofnaður í Albaníu.
- 2006 - Miklir vatnavextir og flóð urðu á Íslandi vegna rigninga. Aurskriða féll á bæinn Grænuhlíð í Eyjafirði og hross drukknuðu á Suðurlandi.
- 2007 - Jarðskjálfti upp á 6,6 á Richter skók Nýja Sjáland og olli miklum skemmdum í borginni Gisborne. Einn lét lífið.
- 2010 - 7 létust þegar jarðskjálfti reið yfir Íran.
- 2015 - Yfir 100 kúrdískir hermenn létust í árásum Tyrklandshers á landamærum Sýrlands og Íraks.
- 2019 – Geimher Bandaríkjanna var stofnaður sem einn af átta heröflum landsins.
Fædd
breyta- 1537 - Jóhann 3. Svíakonungur (d. 1592).
- 1629 - Pieter de Hooch, hollenskur listmálari (d. 1684).
- 1633 - Abbas 2., keisari í Íran (d. 1666).
- 1641 - Urban Hjärne, sænskur læknir og náttúruvísindamaður (d. 1724).
- 1841 - Ferdinand Buisson, franskur heimspekingur (d. 1932).
- 1882 - Jón Baldvinsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1938).
- 1939 - Kathryn Joosten, bandarísk leikkona (d. 2012).
- 1945 - Tom Tancredo, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1945 - Pétur Bürcher, biskup á Íslandi.
- 1946 - Sunna Borg, íslensk leikkona.
- 1946 - Peps Persson, sænskur tónlistarmaður.
- 1946 - John Spencer, bandarískur leikari (d. 2005).
- 1951 - Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri við Menntaskólann Hraðbraut.
- 1957 - Anna Vissi, kýpversk söngkona.
- 1977 - Sonja Aldén, sænsk söngkona.
- 1978 - Márcio Rodrigues, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1982 - David Cook, bandarískur söngvari, sigurvegari í 7. þáttaröð American Idol.
- 1983 - Jonah Hill, bandarískur leikari.
- 1987 - Michihiro Yasuda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1998 - Kylian Mbappé, franskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 69 - Vitellius Rómarkeisari.
- 860 - Aðalbaldur af Wessex lést.
- 1552 - Katharina von Bora, eiginkona Marteins Lúthers (f. 1499).
- 1695 - Guðmundur Ólafsson, íslenskur fornritafræðingur (f. um 1640).
- 1722 - Kangxi, keisari í Kína (f. 1654).
- 1820 - Stefán Stephensen, íslenskur lögfræðingur (f. 1767).
- 1929 - Émile Loubet, franskur stjórnmálamaður (f. 1838).
- 1937 - Erich Ludendorff, þýskur hershöfðingi (f. 1865).
- 1968 - John Steinbeck, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1902).
- 1971 - Shigeyoshi Suzuki, japanskur knattspyrnumaður (f. 1902).
- 1984 - Stanley Milgram, bandarískur sálfræðingur (f. 1933).
- 1996 - Carl Sagan, bandarískur stjörnufræðingur, rithöfundur og sjónvarpsmaður (f. 1934).
- 2002 - Fritz Røed, norskur myndhöggvari (f. 1928).
- 2009 - Brittany Murphy, bandarísk leik- og söngkona (f. 1977).
Hátíðis- og tyllidagar
breyta- Samkvæmt kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Jólin koma“ kemur jólasveinninn Bjúgnakrækir til byggða þennan dag.