[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason (fæddur 18. júlí 1951) er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann er sonur Gylfa Þ. Gíslasonar og Guðrúnar Vilmundardóttur. Þorvaldur lauk doktorsprófi í hagfræði frá Princeton-háskóla árið 1976. Þorvaldur var ákaflega gagnrýninn á íslenska stjórnkerfið eftir bankahrunið haustið 2008.[1]

Þorvaldur Gylfason (2013)

Æviágrip

breyta

Faðir Þorvaldar var Gylfi Þ. Gíslason, alþingismaður, ráðherra og prófessor. Móðir hans, Guðrún Vilmundardóttir var húsfreyja og á tímabili blaðamaður. Þorvaldur átti tvo bræður, Þorstein Gylfason, prófessor, og Vilmund Gylfason, alþingismann og kennara, en þeir eru báðir látnir.

Þorvaldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Hann lauk B.A.-prófi í hagfræði frá Háskólanum í Manchester árið 1973, M.A.-prófi í hagfræði frá Princeton-háskóla í Bandaríkjunum árið 1975 og doktorsprófi í hagfræði frá sama skóla árið 1976.

Þorvaldur er kvæntur Önnu Karitas Bjarnadóttur, fyrrverandi kennara og tryggingaráðgjafa hjá Sjóvá-Almennum tryggingum.[2] Þau gengu í hjónaband 18. október 1987.

Þorvaldur var formaður Lýðræðisvaktarinnar árið 2013 og leiddi hana í Alþingiskosningunum árið 2013. Lýðræðisvaktin náði ekki manni á þing og Þorvaldur sagði í kjölfarið af sér sem formaður hennar.[3]

Árið 2019 þáði Þorvaldur boð um að gerast ritstjóri nor­ræna fræði­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Atvinnutilboðið var hins vegar dregið til baka eftir að fjármálaráðuneyti Íslands kom því á framfæri við samsvarandi ráðuneyti á hinum Norðurlöndunum og Norrænu ráðherranefndina að ekki væri hægt að styðja ráðningu Þorvaldar í stöðu ritstjóra þar sem hann væri of pólitískt virkur. Staðhæfingin var meðal annars byggð á úreltum upplýsingum á grein um Þorvald á enskri tungumálaútgáfu Wikipediu þar sem stóð að Þorvaldur væri enn formaður Lýðræðisvaktarinnar.[4] Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra áréttaði síðar að hann teldi Þorvald ekki heppilegan valkost í starfið vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnir Íslands á síðustu árum.[5]

Ferill

breyta

Rannsóknir

breyta

Kennsla

breyta

Þorvaldur hefur einnig haldið fyrirlestra um allan heim og leiðbeint um hagfræði og hagstjórn á endurhæfingarnámskeiðum alþjóðastofnana fyrir embættis- og stjórnmálamenn.

Félags- og trúnaðarstörf

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Stjórnmálastéttin er óhæf og spillt“, Vísir.is 15. ágúst 2010
  2. „Þingfulltrúar - Þorvaldur Gylfason“. stjornlagarad.is. Sótt 11. mars 2024.
  3. „Þorvaldur Gylfason hættur í stjórn Lýðræðisvaktarinnar - Vísir“. visir.is. Sótt 10. júní 2020.
  4. „Ráðuneytið studdist við gamlar upplýsingar af Wikipedia“. RÚV. 9. júní 2020. Sótt 10. júní 2020.
  5. Brynjólfur Þór Guðmundsson; Sigríður Dögg Auðunsdóttir (11. júní 2020). „„Ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir okkur". RÚV. Sótt 11. júní 2020.
  6. „About – Thorvaldur Gylfason“ (bresk enska). Sótt 11. mars 2024.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta