Þungunarrof á Íslandi
Þungunarrof (e. abortion) er réttur kvenna (og heimild fyrir stúlkur), á Íslandi, og framkvæmd, til að eignast ekki barn, þ.e. fram að lokum 22. viku þungunar (og leyft í undantekningartilfellum síðar), skv. lögum nr. 43 22. maí 2019[1] þar um, sem þá tóku gildi. Í eldri lögum frá 1975 var hugtakið nefnt fóstureyðing og þá aðeins leyft við sérstakar aðstæður.[2]
Skilgreiningar í núverandi (íslenskum) lögum:
Þungunarrof: Lyfjagjöf eða önnur læknisaðgerð sem framkvæmd er að beiðni konu í því skyni að rjúfa þungun.
Fósturfækkun: Þegar læknisfræðilegum aðferðum er beitt við að fækka fóstrum hjá konu sem er þunguð af fleiri en einu fóstri.
Þungunarrof er umdeilt eða bannað í mörgum löndum, og fylgjendur þess að það sé réttur kvenna (e. pro choice) til þungunarrofs (hið minnsta í visst langan tíma; eða ótakmarkað að mati sumra) nota heldur orðið þungunarrof, en andstæðingar (e. pro life) nota frekar orðið fóstureyðing (e. abortion), og margir hverjir vilja engar undantekningar (sumir en ekki allir, vilja t.d. engar undantekningar fyrir stúlkur eða eftir nauðgun). Mörg lönd hafa t.d. leyft fóstureyðingar, eða bannað, og t.d. í Bandaríkjunum hefur Hæstirétturinn þar bæði leyft þær í öllum ríkjunum (Roe vs Wade) og síðar afnumið þann rétt, eða öllu heldur, ekki bannað (á landsvísu) strangt til tekið heldur látið lög viðkomandi ríkja gilda (aftur, sem þýddi sjálfkrafa bann í mörgum, en ekki öllum ríkjunum). Það er óhætt að segja að þetta sé mjög mikið hitamál á báða bóga í sumum löndum eins og þar, og kosningamál þar fyrir marga (og þar mun róttækari aðgerðir gegn, t.d. kröftug mótmæli), mun fremur en að vera eins áberandi á Íslandi. Í evrópu hefur t.d. lengi verið andstaða gegn í Íslandi og löndum þar sem katólska kirkjan hefur mikið ítök.
Saga
breytaSamkvæmt ákvæðum hegningarlaga frá 1868 varðaði það móðurina og hlutdeildarmenn hennar allt að 8 ára hegningarvinnu að eyða burði. Árið 1935 voru sett lög sem heimiluðu þungunarrof af læknisfræðilegum ástæðum og 1938 var bætt við ákvæði sem heimilaði eyðinguna ef barnið kom undir við nauðgun eða sifjaspell, eða ef hætta þótti á vansköpun fósturs.[3]
Árið 1975 voru lög sett sem víkkuðu heimild til þungunarrofs (þá nefnt fóstureyðing) en gerðu það ekki valfrjálst að ósk móður.
Árið 2019 var frumvarp um að lengja heimildina, og hún gerð valfrjáls, í 22 vikur samþykkt.[4]
Heimild fyrir þungunarrofi í núverandi lögum
breyta4. Heimild til þungunarrofs.
- Kona, sem óskar þess, á rétt á að fá þungun sína rofna fram að lokum 22. viku þungunar. Þungunarrof skal ætíð framkvæmt eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku þungunar.
- Skorist heilbrigðisstarfsmaður undan framkvæmd þungunarrofs á grundvelli 14. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, skal tryggt að kona njóti réttinda skv. 1. mgr.
- Einungis er heimilt að framkvæma þungunarrof eftir lok 22. viku þungunar ef lífi þungaðrar konu er stefnt í hættu við áframhaldandi þungun eða ef fóstur telst ekki lífvænlegt til frambúðar. Staðfesting tveggja lækna skal liggja fyrir þess efnis að fóstur teljist ekki lífvænlegt til frambúðar.
5. Heimild til þungunarrofs hjá stúlku sem er ólögráða fyrir æsku sakir.[1]
- Heimilt er að rjúfa þungun samkvæmt ákvæðum laga þessara hjá stúlku sem er ólögráða fyrir æsku sakir, að hennar beiðni, án samþykkis foreldra eða forráðamanna. Í tengslum við þungunarrof skal henni boðin fræðsla og ráðgjöf um getnaðarvarnir.
7. gr. Fræðsluyfirvöld skulu í samráði við skólayfirlækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífsins á skyldunámsstigi í skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstigum.[2]