[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

Óskar Magnússon (f. 13. apríl 1954) er lögmaður og eigandi Þórsmerkur ehf, sem er aðaleigandi Árvakurs, sem er útgáfufélag Morgunblaðsins. [1] Óskar var einn aðalforsprakki þess að ráða Davíð Oddsson sem ritstjóra Morgunblaðsins í september 2009. [2] [3]

Óskar lauk lögfræðinámi við Háskóla Íslands og mastersnámi í alþjóðlegum viðskiptarétti frá George Washington University. Hann hefur m.a. verið fréttastjóri DV, hæstaréttarlögmaður, forstjóri Hagkaups og stjórnarformaður Baugs. [4] Þá hefur hann hefur setið í stjórnum fjölmargra atvinnufyrirtækja.

Þann 11. mars árið 2005 varð Óskar forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, en þá lét Gunnar Felixson af störfum sem forstjóri félagsins. Óskar hætti hjá Tryggingamiðstöðinni árið 2007. Í nóvember 2009 kom í ljós að Tryggingarmiðstöðin, undir forystu Óskars, hafði brotið lög þegar félagið lánaði Samherja einn milljarð króna til að kaupa hlut í sjálfu sér árið 2006. [5]

Tilvísanir

breyta
  1. Þórsmörk hæstbjóðandi í Árvakur; af Íslandsbanka.is
  2. „Davíð yrði góður ritstjóri; grein af DV.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2009. Sótt 9. nóvember 2009.
  3. Óttast ekki að Davíð skaði Morgunblaðið; af DV.is[óvirkur tengill]
  4. Sala bréfa í Baugi hefst 19. apríl; grein í Morgunblaðinu 1999
  5. TM lánaði Samherja milljarð til að kaupa hlut í TM; grein af Vísi.is

Tenglar

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.