[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/

92 á stöðinni var heitið á fjórðu þáttaröð Spaugstofunnar sem að var sýnd árið 1992. Þættirnir byrjuðu 11. janúar 1992 og enduðu 30. maí 1992 á RÚV og voru um 20 mínútur. Þættirnir voru 21 talsins. 22. febrúar 1992 var Spaugstofan með skemmtiatriði í Söngvakeppninni sem nefndust "Lífsbarátta landans", sem að telst vera sér þáttur. Umsjón þáttanna og handrit sáu þeir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson og Örn Árnason. Framhaldsþættirnir Imbakassinn byrjuðu haustið 1992 á Stöð 2 en Stöðin byrjaði aftur árið 1996 með Enn ein stöðin.