[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Viti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykjanesviti
Viti við heimsenda í Ushuaia í Argentínu

Viti er háreist, turnlaga bygging, með öflugum ljósgjafa efst. Í myrkri sjá skipstjórnarmenn ljósið og vita þá hvar land er. Hver viti hefur sitt ljóseinkenni, t.d. hvítur þríblossi með 25 sekúndna millibili. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir hvaða vita er verið að horfa á frá sjó og staðsetja sig nánar út frá því. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með vitum á Íslandi.

Vitar eru gjarnan á annesjum, og stundum á skerjum, en vitar eru einnig hafðir á baujum á hafi úti. Áður fyrr voru sums staðar notuð vitaskip.

Radíóviti er viti sem sendir útvarpsbylgjur í stað ljóss og er notaður af flugvélum.

Vitinn í Faros telst eitt af sjö undrum veraldar.

Vitar á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður á Valahnúk á Reykjanesi árið 1878. Um aldamótin 1900 voru vitarnir 5 en uppbyggingu vitakerfisins í kringum landið lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954.[1] Var vitavörður í sumum þeirra en í dag eru vitarnir mannlausir.

Í dag eru 104 vitar á landinu og 41 af þeim eru knúnir með sólarljósi. [2] Fyrsti vitinn í meira en 30 ár mun rísa á árinu 2017 við Sæbraut í Reykjavík. [3]

Vitar á Íslandi: Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002. Siglingastofnun. 2002

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Vitasaga Geymt 20 september 2017 í Wayback Machine Vegagerðin, skoðað 21. ágúst, 2017.
  2. Vitar Ferlir, skoðað 21. ágúst 2017.
  3. Fyrsti vitinn í meira en þrjátíu ár Rúv, skoðað 21. ágúst, 2017.


  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi mannvirkjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.