[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Tahítí

Hnit: 17°40′00″S 149°25′00″V / 17.66667°S 149.41667°V / -17.66667; -149.41667
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

17°40′00″S 149°25′00″V / 17.66667°S 149.41667°V / -17.66667; -149.41667

Kort.
Tahítí er þekkt fyrir svartar sandstrendur sínar.

Tahítí er er stærsta eyjan í hinum svonefnda Kulborðseyja hópi í Frönsku Pólynesíu sem enn þann dag í dag tilheyra Frakklandi. Höfuðborg Frönsku Pólynesíu heitir Papeete og er hún á Norðvestur-Tahítí.

Tahítí er fjármála-, menningarleg og stjórnmálaleg miðja Frönsku Pólynesíu. Tahítí er fjölmennasta eyja Frönsku Pólynesíu með 190 þúsund íbúa (2017), sem er 68,5% heildarmannfjölda Frönsku Pólynesíu. Tahítí hét áður Otaheite.

Konungsríkið Tahiti (1788–1880) var fyrst ríkja heims til að afnema dauðarefsingu úr lögum, árið 1824.[1]

Eyjan varð til við eldgos og eru há- og fjalllend. Flatarmál Tahítí er rétt rúmlega þúsund ferkílómetrar. Hæsti tindur hennar, Mont Orohena, er um 2.230 metrar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alexandre Juster, L'histoire de la Polynésie française en 101 dates : 101 événements marquants qui ont fait l'histoire de Tahiti et ses îles, Les éditions de Moana, 2016, bls. 40
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.