[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Pertinax

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pertinax
Rómverskur keisari
Valdatími 1. janúar 193 – 28. mars 193

Fæddur:

1. ágúst 126
Fæðingarstaður Alba Pompeia, Ítalíu

Dáinn:

28. mars 193
Dánarstaður Róm
Forveri Commodus
Eftirmaður Didius Julianus
Maki/makar Flavia Titiana
Faðir Helvius Successus
Fæðingarnafn Publius Helvius Pertinax
Keisaranafn Caesar Publius Helvius Pertinax Augustus
Tímabil Ár keisaranna fimm

Publius Helvius Pertinax (1. ágúst 126 – 28. mars 193) var rómverskur keisari sem ríkti í tæpa þrjá mánuði árið 193, en það ár hefur verið kallað ár keisaranna fimm.

Pertinax var af lágri stétt og er faðir hans talinn hafa verið frelsaður þræll. Pertinax vann fyrir sér sem málfræðikennari sem ungur maður, en gekk svo í herinn þar sem hann vann sig upp metorðastigann. Hann tók þátt í stríði Markúsar Árelíusar gegn Marcomönnum, og fleiri germönskum þjóðflokkum, sem stóð yfir á árunum 166 – 180. Pertinax var sigursæll herstjóri en þótti strangur við undirmenn sína og almenna hermenn. Eftir þetta gegndi Pertinax ýmsum mikilvægum störfum; til dæmis var hann ræðismaður árið 175 og síðar landstjóri yfir nokkrum skattlöndum. Árið 192 varð hann aftur ræðismaður, ásamt þáverandi keisara, Commodusi. Commodus var á þessum tíma orðinn mjög óvinsæll meðal valdamanna í Rómaborg og þann 31. desember árið 192 var hann myrtur. Pertinax var mjög líklega þátttakandi í skipulagningunni á morðinu enda var hann hylltur sem keisari daginn eftir, af lífvarðasveit keisarans. Pertinax virðist hafa ætlað sér að knýja fram umfangsmiklar endurbætur á stjórnkerfi og efnahag Rómaveldis. Það gekk þó ekki eftir því þegar hann reyndi að beita hermenn í lífvarðasveit sinni sama aga og hann hafði áður beitt almenna hermenn varð hann fljótt mjög óvinsæll meðal þeirra og var að lokum myrtur af þeim, þann 28. mars árið 193. Eftirmaður Pertinax var Didius Julianus en hans valdatími var enn styttri en valdatími Pertinax.


Fyrirrennari:
Commodus
Keisari Rómaveldis
(193 – 193)
Eftirmaður:
Didius Julianus