[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Speak Now

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Speak Now
Kápan á stöðluðu útgáfunni
Breiðskífa eftir
Gefin út25. október 2010 (2010-10-25)
Hljóðver
    • Aimeeland
    • Blackbird
    • Pain in the Art
    • Starstruck (Nashville)
  • Capitol (Hollywood)
  • Stonehurst (Bowling Green)[1]
Stefna
Lengd67:29
ÚtgefandiBig Machine
Stjórn
  • Nathan Chapman
  • Taylor Swift
Tímaröð – Taylor Swift
Fearless
(2008)
Speak Now
(2010)
Speak Now World Tour – Live
(2011)
Smáskífur af Speak Now
  1. „Mine“
    Gefin út: 4. ágúst 2010
  2. „Back to December“
    Gefin út: 15. nóvember 2010
  3. „Mean“
    Gefin út: 13. mars 2011
  4. „The Story of Us“
    Gefin út: 19. apríl 2011
  5. „Sparks Fly“
    Gefin út: 18. júlí 2011
  6. „Ours“
    Gefin út: 5. desember 2011

Speak Now er þriðja breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 25. október 2010 af Big Machine Records. Swift samdi plötuna á eigin vegum meðan hún var á tónleikaferðalagi fyrir breiðskífuna Fearless (2008).

Speak Now er lauslega skilgreind sem þemaplata. Hún var framleidd af Swift og Nathan Chapman og blandar saman eiginleikum kántrí popps, popp rokks, og kraftpopps. Lögin eru í stíl rokktónlistar þar sem má heyra rafmögnuð hljóðfæri og trommur.

Eftir útgáfu plötunnar lagði Swift af stað í tónleikaferðalagið Speak Now World Tour frá febrúar 2011 til mars 2012. Af plötunni voru gefnar út sex smáskífur, þar með talin lögin „Mine“ og „Back to December“ sem komust í topp 10 á Billboard Hot 100, ásamt „Sparks Fly“ og „Ours“ sem náðu fyrsta sæti á Hot Country Songs listanum. Speak Now komst á topp margra vinsældalista og hlaut fjölplatínu viðurkenningu í Ástralíu, Kanada, og Nýja-Sjálandi. Í Bandaríkjunum seldist hún í meira en milljón eintökum í fyrstu vikunni sinni, og dvaldi sex vikur á toppi Billboard 200. Hún var viðurkennd sem sexföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA).

Á 54. Grammy-verðlaununum var Speak Now tilnefnd sem besta kántríplatan (Best Country Album), þar sem þriðja smáskífan „Mean“ vann flokkana besta kántrílagið (Best Country Song) og besti kántrí flutningur einstaklings (Best Country Solo Performance). Í kjölfar deilna um eignarrétt tónlistar Swift, gaf hún út endurútgáfu af plötunni, Speak Now (Taylor's Version), þann 7. júlí 2023.

Öll lög voru samin af Taylor Swift nema ef annað er tekið fram.

Speak Now – Stöðluð útgáfa
Nr.TitillLengd
1.„Mine“3:50
2.„Sparks Fly“4:20
3.„Back to December“4:53
4.„Speak Now“4:00
5.„Dear John“6:43
6.„Mean“3:57
7.„The Story of Us“4:25
8.„Never Grow Up“4:50
9.„Enchanted“5:53
10.„Better than Revenge“3:37
11.„Innocent“5:02
12.„Haunted“4:02
13.„Last Kiss“6:07
14.„Long Live“5:17
Samtals lengd:67:29
Speak NowDeluxe útgáfa (diskur tvö)[2]
Nr.TitillLengd
15.„Ours“3:58
16.„If This Was a Movie“ (Martin Johnson)3:54
17.„Superman“4:36
18.„Back to December“ (órafmagnað)4:52
19.„Haunted“ (órafmagnað)3:37
20.„Mine“ (popp mix)3:50
21.„On the Set: Behind the Scenes "Mine" Music Video“ (myndband)30:21
22.„Mine“ (tónlistarmyndband)3:55

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Speak Now (CD liner notes). Taylor Swift. Big Machine Records. 2010. BTMSR0300A.
  2. Speak Now (Deluxe, Target exclusive liner notes). Taylor Swift. Big Machine Records. 2010. BTMSR0300B.