[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Masóvía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir þrjú héruð hinnar sögulegu Masóvíu lögð yfir mörk núverandi sýslna Póllands.

Masóvía er sögulegt hérað staðsett þar sem nú er norðausturhluti Póllands. Héraðið skiptist í þrjár sýslur með höfuðstaðina Varsjá, Płock og Rawa Mazowiecka og er að stærstum hluta (en þó ekki öllu leyti) innan núverandi Masóvíuhéraðs. Þetta hérað var til frá miðöldum fram að skiptingum Póllands undir lok 18. aldar. Upphaflega var Płock aðalborg héraðsins en á árnýöld varð Varsjá mikilvægari. Á 12. öld varð Masóvía hertogadæmi Piastættar og varð ekki hluti af löndum pólsku krúnunnar fyrr en á 15. og 16. öld.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.