[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Lanzhou

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft yfir Lanzhou borg í Gansu héraði í Kína.
Horft yfir Lanzhou borg í Gansu héraði í Kína.
Staðsetning Lanzhou borgar í Gansu héraði í Kína.
Staðsetning Lanzhou borgar í Gansu héraði í Kína.
Landakort sem sýnir legu Lanzhou borgar í Gansu héraði í Kína.
Kort af legu Lanzhou borgar (gulmerkt) í Gansu héraði í Kína.

Lanzhou (kínverska: 兰州; rómönskun: Lánzhōu; Lan-chou), er höfuðborg og stærsta borg Gansu héraðs í norðurvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Borgin situr í miðju héraðsins við bakka efri hluta Gulafljóts. Hún er lykill að svæðisbundnum samgöngum sem tengja svæði vesturhluta Kína með járnbrautum til austurhluta landsins. Norðursilkivegurinn forðum lá um borgina og henni er ætlað að verða framtíðartenging Kína við Evrasísu. Lanzhou er borg stóriðju og jarðefnaiðnaðar. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Lanzhou um 5,3 milljónir manna.

Staðsetning

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af Gulafljóti við Lanzhou borg, Kína.
Gulafljót við Lanzhou borg.

Lanzhou er höfuðborg Gansu héraðs, í norðvestanverðu Kína. Borgin er í suðausturhluta héraðsins og situr við bakka efri hluta hins mikla Gulafljóts, þar sem fljótið kemur úr fjöllunum og rennur frá austri til vesturs og sameinast Huangshui-fljóti suðvestur af borginni.

Suður og norður af borginni liggja Qilian fjöll.

Lanzhou liggur að Wuwei-borg í norðvestri, Baiyin-borg í norðaustri, Dingxi-borg og Linxia-sýslu í suðri og Haidong-borg, Qinghai-héraði í vestri.

Borgin liggur við mót hásléttu Tíbets og Löss-hásléttunnar (stundum kölluð „Gula-framburðarsvæðið“), og hásléttu Innri Mongólíu. Gulafljót og liggur yfir þéttbýlið í austri. Borgin er alls 13.192 ferkílómetrar að flatarmáli.

Mynd af Chanyuan hofi í Lanzhou borg, Kína.
Chanyuan hofið í Lanzhou borg.
Mynd af götumarkaði í Lanzhou borg, Kína.
Götumarkaður í Lanzhou borg.

Það landsvæði sem Lanzhou stendur nú var upphaflega á yfirráðasvæði Xi Qiang þjóða en varð hluti af yfirráðasvæði Qinveldisins á 6. öld f.Kr. Á valdatíma Hanveldisins (206 f.Kr. – 220 e.Kr.) varð það árið 81 f.Kr. aðsetur Jincheng xian (sýslu) og síðar að Jincheng stjórnarsetrinu er sýslan fékk nafnið Yunwu.

Á 4. öld var Lanzhou stuttlega höfuðborg óháða ríkisins Qian Liang.

Norður Weiveldið (386–534 / 535) endurreisti síðan Jincheng stjórnarsetrið og endurnefndi sýsluna Zicheng.

Á tímum Suiveldisins (581–618) varð borgin aðsetur Lanzhou-héraðs í fyrsta sinn og hélt því nafni undir Tangveldinu (618–907).

Árið 763 hernámu Tíbetar svæðið en var aftur tekið af Tangveldinu árið 843. Seinna féll það í hendur Vestur Xia veldisins og árið 1041 í hendur Songveldisins (960–1127), sem endurreisti nafnið Lanzhou.

Eftir 1127 féll svæðið í hendur Jinveldisins (1115–1234), en eftir árið 1235 féll það í hendur hins mongólska Júanveldis (1271–1368).

Á valdatímum Mingveldisins (1368–1644) varð héraðið gert að sýslu og sett undir stjórn Lintao héraðs, en árið 1477 var Lanzhou endurreist sem stjórnsýslustöð. Árið 1739 var síðan stjórnaraðsetur Lintao flutt til Lanzhou, sem var gert að æðsta héraði, undir nafni Lanzhou. Þegar Gansu varð loks gert að sérstöku héraði árið 1666 varð Lanzhou höfuðborg þess.

Í átökum sem brutust út við uppgang múslima í Gansu á árunum 1864–75 var borgin fyrir mikilli eyðileggingu.

Á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar varð Lanzhou miðstöð sovéskra áhrifa í norðvestur Kína. Í stríði Kína og Japans (1937–45) varð Lanzhou borg sem trengd hafði verið Xian með þjóðvegi árið 1935, mikilvæg endastöð 3.200 kílómetra brautar milli Kína og Sovétríkjanna, fyrir sovéskar birgðir ætlaðar Xian svæðinu. Í stríðinu varð Lanzhou fyrir miklu sprengjuregni Japana.

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Lanzhou 3.012.577 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 4.359.446.

Menntir og vísindi

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af aðalhliði hins virta Lanzhou háskóla í Lanzhou borg.
Aðalhlið Lanzhou háskóla.

Í Lanzhou eru nokkrar rannsóknarstofnanir auk útibúi kínversku vísindaakademíunnar.

Borgin er aðsetur nokkurra háskóla. Þar er fremstur Lanzhou háskólinn sem stofnaður var árið 1909 og telst einn lykilháskóla Kína. Hann er rannsóknaháskóli með um 33.000 nemendur. Norðvestur kennaraháskólinn sem á rætur til ársins 1902. Í honum eru um 35.000 nemendur.

Mynd frá aðalestarstöðinni í Lanzhou borg af Lanzhou-Xinjiang háhraðalestinni.
Lanzhou-Xinjiang háhraðalestin á aðalestarstöð Lanzhou borgar.

Lanzhou, var aldir mikilvæg borg á hinum forna Silkivegi enda nálægt landfræðilegri miðju Kína. Hin umfangsmikla uppbygging samgöngu- og fjárfestingaráætlunar kínverskra stjórnvalda um Belti og braut gerir ráð fyrir að Lanzhou borg sem einni aðalmiðstöð hinnar nýju evrasísku landbrúar.

Lagning járnbrauta hefur reynst borginni afar þýðingarmikil og gert hana að samgöngumiðstöð milli austur og vestur Kína. Lanzhou lestarstöðin er í dag ein aðaljárnbrautarmiðstöð í vesturhluta Kína. Á hverjum degi fara meira en 100 farþegalestir um stöðina.

Auk hefðbundinna járnbrauta hefur verið byggt upp kerfi háhraðalesta bæði til austurs (Xuzhou – Lanzhou háhraðalestin) og til vesturs (Lanzhou – Xinjiang háhraðalestin). Í byggingu er einnig háhraðalestar frá Lanzhou til Yinchuan og Chengdu.

Í borginni hefur á síðustu árum verið byggt upp kerfi snarlesta.

Lanzhou Zhongchuan alþjóðaflugvöllurinn er meginflughöfn Lanzhou borgar, staðsett um 70 kílómetrum norður af borginni. Flugvöllurinn býður upp á beinar tengingar meira en 70 innlenda og alþjóðlega áfangastaði.

Mynd af Xiguan moskunnar Lanzhou borg eftir föstudagsbænahald.
Eftir föstudagsbænahald í Xiguan moskunni í Lanzhou borg.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]