[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

John Ross

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Ross

John Ross (24. júní 177730. ágúst 1856) var landkönnuður á Norðurslóðum og breskur sjóliðsforingi. Hann fór í nokkra leiðangra til að kanna siglingarleiðir.

Árið 1818 stýrði hann heimskautaleiðangri á vegum breska sjóhersins og var sá leiðangur fyrsta tilraun til að finna siglingaleið Norðvesturleiðina. Hann lagði af stað frá London í apríl 1818 með skipinu Isabella og í förinni var einnig skipið Alexander undir forustu William Edward Parry. Skipin sigldu rangsælis kringum Baffinflóa og endurtóku athuganir William Baffin sem gerðar voru tvö hundruð árum fyrr.

Þessi leiðangur bætti litlu við þekkingu sem fyrir var á þessu svæði en opnaði siglingaleið fyrir hvalveiðiskip til norðurhluta Baffinsflóa.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.