[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Hereford

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkjan í Hereford í bakgrunni, með brú yfir Wye-á í forgrunni.

Hereford er borg og sókn í Herefordshire í Englandi. Borgin liggur við ána Wye, um það bil 26 km austan við landamæri Wales, 24 km suðvestan við Worcester og 37 km norðvestan við Gloucester. Íbúar Hereford voru 58.896 árið 2016 og er borgin því stærsta þéttbýlið í Herefordshire.

Nafnið Hereford mætti snara yfir á íslensku sem „Hervað“; það er að segja staður þar sem hermenn fóru yfir ána Wye. Á velsku heitir borgin Henffordd, sem þýðir „gamli vegurinn“. Velska heitið er líklega tilvísun í forna rómverska byggð sem lá í nágrenninu. Sögulega var stór hluti Herefordshire-búa velskumælandi, sem lýsir sér vel í mörgum velskum örheitum á svæðinu.

Ríkharður 1. Englandskonungur fellst á stofnskrá fyrir Hereford árið 1189. Í henni er borginni lýst sem „Hereford í Wales“. Þó Hereford sé ævaforn borg var hún ekki opinberlega viðurkennd sem slík fyrir árið október 2000.

Í dag er Hereford mikilvæg miðstöð verslunar fyrir sveitina sem liggur þar í kring. Meðal landbúnaðarvara frá Hereford eru síder, bjór, leðurvörur, nikkel, alifuglar og nautgripir (þar á meðal frægi Hereford-nautgripurinn).

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.