[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Dakar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dakar

Dakar er höfuðborg Senegal með um 2,4 milljónir íbúa (þar af 1 milljón í sjálfri borginni). Borgin stendur á Grænhöfða á vesturströnd Senegal. Hún var stofnuð árið 1857 og hafði þá myndast utanum franskt virki á höfðanum. Hún óx hratt sem mikilvægur áfangastaður í versluninni við Evrópu og yfir Atlantshafið

Nafnið Dakar kemur fyrst fram á korti sem franski bótanistinn Michel Adanson gerði 1750 af Cap-Vert eða Grænhöfða.

Dakar gæti verið frönsk útgáfa af ndakarou úr frumbyggjamáli, en orðsifjar borgarinnar eru enn ekki taldar vissar. Hugsanlega frá máltæki úr wolof deuk raw sem merkir það sem þar setur sig niður mun vera látið í friði, eða frá dekk-raw, þar sem dekk merkir land og raw sleppa og þá einskonar flóttasvæði.

Ennfremur gæti heitið verið leitt af dakhar úr wolof, sem merkir tamarinier-tré, en mikið er af þeim á svæðinu.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.