[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Dolores O'Riordan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
O'Riordan (2012).

Dolores Mary Eileen O'Riordan (fædd 6. september 1971 í Ballybricken, Limerick-sýslu – látin 15. janúar 2018 í London) var írsk söng- og tónlistarkona sem þekktust var sem söngkona hljómsveitarinnar The Cranberries. O'Riordan átti einnig sólóferil þar sem hún gaf út tvær plötur og var í hljómsveitinni D.A.R.K. með bassaleikara The Smiths, Andy Rourke.

Árið 1994 giftist O'Riordan Don Burton, fyrrum tónleikaskipuleggjanda Duran Duran. Þau eignuðust 3 börn saman en skildu árið 2014. O'Riordan greindi frá því árið 2017 að hún hafði verið greind með geðhvörf. Í janúar árið 2018 lést O'Riordan en hún hafði verið við upptökur í London með Cranberries. Hún hafði drukknað af slysförum í baði eftir að hafa drukkið ótæpilega.

Sólóskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Are You Listening? (2007)
  • No Baggage (2009)

Fyrirmynd greinarinnar var „Dolores O'Riordan“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. jan. 2018.