[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Gao Xingjian

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Gao, eiginnafnið er Xingjian.
Gao Xingjian

Gao Xingjian (fæddur 4. janúar 1940) er kínverskur rithöfundur, leikritahöfundur, þýðandi, leikstjóri, málari og gagnrýnandi. Xingjian fæddist í Ganzhou, Kína en er í dag franskur ríkisborgari. Árið 2000 hlaut Xingjian bókmenntaverðlaun Nóbels. Þrátt fyrir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gefið neitt út varðandi verðlaunaveitinguna kallaði kínverskt blað sem rekið er af stjórnvöldum útnefningu hans ‚fáránlega‘ árið 2001. Öll verk hans eru bönnuð í Kína. Frægasta verk Xingjian er Sálarfjallið (e. Soul Mountain).