[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Bocuse d'Or

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stuðningsmenn Íslands og Noregs í undankeppninni í Búdapest árið 2016.

Bocuse d'Or (eða Concours mondial de la cuisine) er alþjóðleg keppni í matreiðslu sem fer fram á tveggja ára fresti með undankeppni árið áður sem haldin er á mismunandi stöðum í heiminum. Keppnin sjálf tekur tvo daga og er haldin í janúar í Lyon í Frakklandi. Bocuse d'Or er ein af þekktustu og virtustu matreiðslukeppnum heims og er stundum lýst sem jafngildi Ólympíuleika í matreiðsluheiminum. Mjög mikið er lagt upp úr framsetningu og samsetning fer fram fyrir framan áhorfendur.

Keppnin á rætur í vörusýningunni Salon des Métiers de Bouche sem haldin var fyrst í Lyon árið 1983 (síðar nefnd Salon international de la restauration de l'hôtellerie et de l'alimentation eða SIRHA). Franski matreiðslumeistarinn Paul Bocuse var heiðursforseti sýningarinnar og fékk þá hugmynd að halda alþjóðlega kokkakeppni í tengslum við hana. Fyrsta keppnin var haldin árið 1987. Síðan hafa tvær aðrar keppnir bæst við vörusýninguna SIRHA, Heimsbikarmótið í kökugerð (Coupe du Monde de la Pâtisserie) og Heimsmeistaramótið í brauðbakstri (Mondial du Pain).

Ísland tók fyrst þátt í keppninni 1999 þegar Sturla Birgisson keppti. Tveimur árum síðar vann Hákon Már Örvarsson bronsverðlaun í keppninni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.