[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Verslun (búð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Búð)
Apple Store í Regent Street í London

Verslun eða búð er staður þar sem vörur og þjónustur eru seldar eða leigðar. Flestar verslanir eru smásalar en til eru líka heildsöluverslanir fyrir fyrirtæki. Verslanir er að finna í mörgum tegundum og stærðum, til dæmis er stórmarkaður stór verslun sem býður upp á mikið úrval af matvörum og heimilisvörum, oftast á lágu verði. Annað dæmi er deildaverslun, það er verslun sem skiptist í deildir og selur meðal annars föt, húsgögn og heimilistæki.

Oftast eru verslanir flokkaðar eftir vörunum sem eru seldar þar, til dæmis apótek, blómabúð, bókabúð eða matvöruverslun. Sumar verslanir eru sambland af veitingahúsum eða kaffihúsum og búðum, til dæmis bakarí, þar sem hægt er að kaupa brauðvörur að taka með eða borða á staðnum.

Í mörgum löndum eru verslanir staddar við verslunargötur í miðjum bæjum og borgum, dæmi um íslenska verslunargötu er Laugavegur. Samt sem áður er vinsælla í dag að byggja verslunarmiðstöðvar sem eru oftast ekki í miðbæ en skapa innanhússumhverfi þar sem versla má er í hverju veðri sem er. Vinsældir verslunarmiðstöðva hafa haft þannig áhrif að það sé minnkuð umferð um verslunargötur og sumar verslunarkeðjur vilja ekki opna útibú við þær.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.