Charles Perrault
Útlit
Charles Perrault (12. janúar 1628 – 16. maí 1703) var franskur rithöfundur sem er frægastur fyrir að hafa gert ævintýri fyrir börn byggð á þjóðsögum að virtri bókmenntagrein með sögum eins og Rauðhetta (Petit Chaperon rouge), Þyrnirós (La Belle au bois dormant), Stígvélaði kötturinn (Le Maître chat ou le Chat botté), Öskubuska (Cendrillon ou la petite pantoufle de verre), Bláskeggur (La Barbe bleue) og Tumi þumall (Le Petit Poucet). Sumar af sögum hans eru elstu þekktu útgáfur sagnanna þótt vitað sé að þær byggja á þekktum evrópskum þjóðsögum frá tíma Perraults.