[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Efsta deild karla í knattspyrnu 1912

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Úrvalsdeild 1912)
Sigurlið FR[1] (í hvítum skyrtum) og lið Fram (dökkum treyjum) eftir fyrsta íslandsmeistaramótið.

Árið 1912 var fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu haldið. Þrjú lið skráðu sig til keppnis, Fótboltafélag Reykjavíkur (síðar KR), Knattspyrnufélagið Fram og Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (síðar ÍBV). Mótið fór fram dagana 28. júní - 2. júlí 1912. Pétur Jón Hoffman Magnússon skoraði fyrsta markið á Íslandsmóti í knattspyrnu. Fótboltafélag Reykjavíkur fór með sigur af hólmi.


Framgangur mótsins

[breyta | breyta frumkóða]

Það var þann 28. júní árið 1912 sem að fyrsti leikur fyrsta Íslandsmótsins í knattspyrnu var leikinn. Mótið hafði átt að hefjast degi síðar, en var flýtt um einn dag vegna þess að Eyjamenn vildu komast heim til sín á sunnudeginum 30. júní, en þann dag lagði millilandaskipið Ceres úr Reykjavíkurhöfn.

Fyrsti leikur mótsins var leikur Fótboltafélags Reykjavíkur og Fram. Pétur Hoffmann Magnússon kom Fram yfir í fyrri hálfleik, en Ludvig A. Einarsson jafnaði fyrir FR í síðari hálfleik. Um 500 áhorfendur voru á Íþróttavellinum við Melana og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Um leikinn var m.a. skrifað:

„Þeir Fram-menn báru íslenska liti í klæðaburði, bláar peysur og hvítar brækur, en hinir voru hvítir og svartir.“.
Leiðin sem leikmenn ÍBV ferðuðust á leið sinni á fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu árið 1912[2]

Næsti leikur Íslandsmótsins var leikur Fótboltafélags Reykjavíkur og Knattspyrnufélags Vestmannaeyja. Fótboltafélagið vann þann leik nokkuð sannfærandi 3-0. Leikurinn var hinsvegar hinn harðasti, af þeim 12 leikmönnum sem komu frá Vestmannaeyjum til að taka þátt voru einungis 7 leikfærir eftir þennan tapleik. Þurftu þeir því að gefa leikinn gegn Fram.[2] Í samtímaheimildum má á einum stað lesa svo um þennan leik:

„Meira var hugsað um að hlaupa á manninn en leika boltanum, sumir voru brenglaðir fyrir leikinn og sumir orðið að ganga úr leik meðan á leik stóð svo að uppi stóðu aðeins sjö leikmenn, svo hætt var við frekari keppni og farið með næsta póstskipi til Eyja.“

Mikil vonbrigði fyrir Eyjamenn sem lögðu á sig heilmikið ferðalag. [3]

Fyrst að Eyjamenn voru úr leik og lið KR og Fram höfðu einungis gert jafntefli í fyrsta leik sínum þurfti að leika til þrautar og var úrslitaleikur Íslandsmótsins haldinn 2. júlí.

KR keppir gegn Fram á Íþróttavellinum á Melunum.

Stöðutafla

[breyta | breyta frumkóða]
Sæti Félag L U J T Sk Fe Mm Stig
1 FR 2 1 1 0 4 1 +3 3
2 Fram 2 1 1 0 1 1 +0 3
3 KV 1 0 0 1 0 3 -3 0

Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikjum sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skoruð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur

Töfluyfirlit

[breyta | breyta frumkóða]

Allir leikirnir voru spilaðir á Íþróttavellinum á Melunum

Úrslit (▼Heim., ►Úti)
Fram 3-0[4] 1-1
ÍBV 0-3
KR
  Heimasigur
  Jafntefli
  Útisigur


Úrslitaleikur

[breyta | breyta frumkóða]
2. júlí 1912
21:00 GMT
KR 3 – 2 Fram Íþróttavöllurinn á Melunum, Ísland
Áhorfendur: Um 500
Dómari: Ólafur Rósenkranz[2]
Kjartan Konráðsson Skorað eftir Fh. mínútur Fh.'

Ludvig A. Einarsson Skorað eftir Fh. mínútur Fh.'
Björn Þórðarson Skorað eftir Fh. mínútur Fh.'

Leikskýrsla Skorað eftir Fh. mínútur Fh.'

Hinrik Thorarensen
Skorað eftir Sh. mínútur Sh.' Friðþjófur Thorsteinsson


FÓTBOLTAFÉLAG REYKJAVÍKUR:
Mv Fáni Íslands Geir Konráðsson
HB Fáni Íslands Jón Þorsteinsson
MV Fáni Íslands Skúli Jónsson
VB Fáni Íslands Kristinn Pétursson
HM Fáni Íslands Niehjohníus Z. Ólafsson
VM Fáni Íslands Sigurður Guðlaugsson
HK Fáni Íslands Davíð Ólafsson
VK Fáni Íslands Björn Þórðarson
F Fáni Íslands Guðmundur H. Þorláksson
F Fáni Íslands Ludvig A. Einarsson
F Fáni Íslands Kjartan Konráðsson
Varamenn:
Mv Fáni Íslands Erlendur Hafliðason
F Fáni Íslands Benedikt G. Waage
Knattspyrnufélagið Fram:
Mv Fáni Íslands Gunnar H. Kvaran
HB Fáni Íslands Ágúst Ármann
MV Fáni Íslands Tryggvi Magnússon
VB Fáni Íslands Arreboe Clausen
HM Fáni Íslands Hinrik Thorarensen Substituted
VM Fáni Íslands Sigurður Ó. Lárusson
HK Fáni Íslands Magnús Björnsson
VK Fáni Íslands Karl G. Magnússon
F Fáni Íslands Pétur Jón Hoffman Magnússon
F Fáni Íslands Friðþjófur Thorsteinsson
F Fáni Íslands Gunnar Halldórsson
Varamenn:
M Fáni Íslands Sigurður Ingimundarson Substituted on

Markahæstu menn

[breyta | breyta frumkóða]
# Þjó Leikmaður Félag Mörk Leikir
1 Ludvig A. Einarsson KR 2 2
2 Björn Þórðarson KR 1 2
2 Friðþjófur Thorsteinsson Fram 1 2
2 Hinrik Thorarensen Fram 1 2
2 Kjartan Konráðsson KR 1 2
2 Pétur Jón Hoffman Magnússon Fram 1 2


Fótboltafélag Reykjavíkur - Íslandsmeistari árið 1912

M Geir Konráðsson |  Jón Þorsteinsson |  Kristinn Pétursson |  Skúli Jónsson |  Sigurður Guðlaugsson |  Nieljohnius Ólafsson |  Kjartan Konráðsson |  Björn Þórðarson |  Ludvig Einarsson |  Guðmundur Þorláksson |  Davíð Ólafsson |  Benedikt G. Waage |

Sigurvegari úrvalsdeildar 1912
FR
FR[1]
1. Titill


Fyrir:
Engin
Úrvalsdeild Eftir:
Úrvalsdeild 1913
Knattspyrna Besta deild karla • Lið í Bestu deildinni 2024 Flag of Iceland
KR • FH  • Valur  • Breiðablik  • Stjarnan  • Víkingur
KA  • Fram  • ÍA  • Vestri  • Afturelding  • ÍBV
Leiktímabil í efstu deild karla (1918-2024) 

19181919192019211922192319241925192619271928192919301931193219331934193519361937193819391940194119421943194419451946194719481949195019511952195319541955195619571958195919601961196219631964196519661967196819691970197119721973197419751976197719781979198019811982198319841985198619871988198919901991199219931994199519961997199819992000200120022003200420052006200720082009201020112012201320142015201620172018201920202021202220232024

MjólkurbikarinnLengjubikarinn
1. deild2. deild3. deild4. deild

------------------------------------------------­----------------------------------------------
Mjólkurbikar kvennaLengjubikar kvennaMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild kvenna2. deild kvenna
DeildakerfiðKSÍÍslandshorniðReykjavíkurmótiðFótbolti.net mótið


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Lið Knattspyrnufélags Reykjavíkur hét Fótboltafélag Reykjavíkur til ársins 1915, þegar það breytti yfir í Knattspyrnufélag Reykjavíkur
  2. 2,0 2,1 2,2 Sigmundur Ó. Steinarsson (2011). 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu (fyrra bindi). KSÍ.
  3. Hermann Kr Jónsson (1995). 50 ára afmælisriti ÍBV.
  4. ÍBV þurfti að gefa leikinn á móti Fram vegna þess að þeir áttu einungis 7 leikfæra menn eftir leikinn gegn KR.