[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Haförn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Örn (fugl))
Haförn
Fullorðinn haförn á flugi
Fullorðinn haförn á flugi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Fálkungar (Falconiformes)
Ætt: Haukaætt (Accipitridae)
Ættkvísl: Haliaeetus
Tegund:
H. albicilla

Tvínefni
Haliaeetus albicilla
(Linnaeus, 1758)
Útbreiðsla hafarna: Ljósgrænn: Varpsvæði; Blár: Veturseta; Dökkgrænn: Staðfugl
Útbreiðsla hafarna: Ljósgrænn: Varpsvæði; Blár: Veturseta; Dökkgrænn: Staðfugl
Haliaeetus albicilla
Haliaeetus albicilla groenlandicus

Haförn (fræðiheiti: Haliaeetus albicilla) er mjög stórvaxinn ránfugl af haukaætt. Haförn verpir í norðurhluta Evrópu og Asíu. Haförnum var næstum útrýmt í Evrópu en með friðun og aðgerðum hefur tekist að endurreisa varp sums staðar. Hafernir eru alls staðar sjaldgæfir en ernir eru þó flestir við strendur Noregs. Hafernir eru oftast staðfuglar.

Haförn er um 70-90 sm langur og vænghaf hans er 200 -240 sm. Fuglinn vegur um 5 kg. Karlfuglar eru mun minni en kvenfuglar. Haförninn hefur breiða, ferhyrnda vængi og stórt höfuð. Fullorðinn örn er brúnn en höfuð og háls er ljósara, stélið hvítt og goggur og fætur gulir. Á ungum fuglum eru stél og goggur dökk en stélið verður hvítt með svartri rönd þegar fuglinn eldist. Ernir verða kynþroska fjögurra til fimm ára gamlir. Ernir parast fyrir lífstíð og falli annar fuglinn frá getur hinn verið mörg ár að finna nýjan maka. Ernir gera sér stundum hreiður í hrúgu af kvistum í tré eða á klettasyllum. Hreiður íslenskra arna eru stundum miklir birkilaupar en eru oftar hrúga eða dyngja úr þangi, hvannarnjólum og grasi. Hreiðurgerðin er viðaminni ef ernirnir hafa hreiðrað um sig í sjávarhólmum. Sömu hreiðrin eru oftast notuð ár eftir ár. Ernir verpa einu til þremur eggjum og líða nokkrir dagar á milli eggjanna. Ernir fara að liggja á þegar einu eggi er orpið og álegutíminn er 35 dagar. Ungarnir verða fleygir um 10 vikna gamlir. Foreldrarnir þurfa að mata ungana fyrstu 5-6 vikurnar en eftir það rífa þeir sjálfir í sig bráðina. Algengast er að aðeins einn ungi komist upp í arnarhreiðri, tveir ungar komast upp í þriðja hverju hreiðri. Haförninn er 70-90 cm ađ lengd.

Íslenski arnarstofninn

[breyta | breyta frumkóða]

Arnarstofninn á Íslandi telur 90 fullorðin pör (2023)[1] og hefur rúmlega þrefaldast frá því að bannað var að eitra fyrir tófu árið 1964. Árið 2005 komust 36 arnarungar á legg og eru það fleiri en nokkru sinni frá því farið var að fylgjast með arnarvarpi árið 1959. Aðalheimkynni arnarins eru við Breiðafjörð en þar halda nú til rúmlega 40 pör eða 2/3 hlutar stofnsins. Fyrr á öldum verptu hafernir yfirleitt á óaðgengilegum stöðum, í ókleifum klettum eða hólmum í ám og vötnum. Sennilegt er að ernir kjósi að verpa á láglendi en hafi hrakist upp í hamra vegna ofsókna manna. Þegar ernir voru friðaðir og búseta í eyjum og nytjar af eyjum drógust saman um miðja 20. öld, fluttu ernir heimkynni sín að mestu leyti úr hömrum í landi út í tanga og hólma. Á Íslandi er haförninn oftast aðeins nefndur örn, en á þeim svæðum þar sem hann verpir er hann oft kvenkenndur af heimamönnum og orðið haft í kvenkyni (hún örnin), eða þá að fuglinn er nefndur assa (bæði kynin).

  • Fyrirmynd greinarinnar var „White-tailed Eagle“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. júlí 2006.
  • „Fuglavefurinn - Haförn“. Sótt 1. ágúst 2023.
  • „Arnarvefur Fuglaverndunarfélagsins“. Sótt 1. ágúst 2023.
  • White-tailed Eagle - Photos
  • RSPB White-tailed Eagle Page
  • Aldrei fleiri ernir Skoðað 9. ágúst 2014
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.