[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Skjálfandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 26. nóvember 2022 kl. 19:53 eftir Steinninn (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2022 kl. 19:53 eftir Steinninn (spjall | framlög) (bætti við Flokkur:Firðir á Íslandi með HotCat)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Skjálfandi
Horft vestur yfir Skjálfanda af Tjörnesi. Kinnarfjöll sjást hinu meginn við flóann
Skjálfandi

Skjálfandi er flói á norðurströnd Íslands og liggur á milli Tjörness og Flateyjarskaga. Í flóann renna tvö stór vatnsföll, Laxá í Aðaldal sem er víðfræg laxveiðiá og Skjálfandafljót, jökulfljót sem kemur úr Vatnajökli.

Á austurströnd flóans er kaupstaðurinn Húsavík en þaðan er vinsælt að fara í hvalaskoðunarferðir út á flóann enda er hvalagengd mikil þar. Við botn flóans eru miklir sandflákar en að vestanverðu gnæfa Víknafjöll, allt að 1100 metra há.

Við mynni flóans að vestanverðu liggur Flatey á Skjálfanda, en þar var umtalsverð byggð. Eyjan fór í eyði árið 1967. Austan megin við Skjálfanda er eyjan Lundey.