[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Skánn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skánn (sænska og danska: Skåne) er syðsta hérað Svíþjóðar með landamæri í norðri að Hallandi, Smálöndum og Blekinge. Íbúafjöldi er tæpar 1,4 milljónir (2019).

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Rómverjar kölluðu svæðið Scania og töldu það vera eyju. Einnig gæti nafnið verið tengt germönskum tungumálum. Nafnið finnst í enskum bókmenntum á 9. öld, á rúnasteinum á 11. öld (Skanö) og í Íslendingasögum sem Skáney. Frá tíma Haralds blátannar var svæðið hluti af Danmörku og til ársins 1658 (Hróarskeldusáttmálinn) en Skánn var mikilvægur hluti danska ríkisins á 15. og 16. öld. Lundur var mikilvægur kirkjustaður á fyrstu öldum frá um 1000. Danir náðu yfirráðum í stuttan tíma (1676–1679 (Skánska stríðið) og 1711) en héraðið varð formlega hluti af Svíþjóð árið 1720. Frá 1658 til 1996 var Skáni skipt í tvær sýslur eða lén (län), þ.e. Kristianstad og Malmöhus (Landskrona län og Helsingborgs län sameinuðust Malmö á 17. öld) þar sem landshöfðingjar (landshövding) voru skipaðir af stjórnvöldum.

Sveitarfélög.

Á Skáni eru 33 sveitarfélög. Höfuðstaður Skánar og stærsta borgin er Malmö við Eyrarsund. Hún er þriðja stærsta borg landsins og er tengd Danmörku í gegnum Eyrarsundsbrúnna. Aðrar stærri borgir eru Lundur og Helsingjaborg. Skánska er mállýska héraðsins.

Stærstu þéttbýlisstaðir

[breyta | breyta frumkóða]

Landslag og náttúra

[breyta | breyta frumkóða]
Kopparhatten við Söderåsen.

Skánn er flatlent land fyrir utan hæðir í norðri. Laufskógabelti fylgir Linderödsåsen-hæðarásnum í stefnu norðaustur-suðvestur. Barrskógar eru nálægt mörkum héraðsins við Smálönd í norðaustri. Vötn eru sæmilega mörg en ná ekki mikilli stærð miðað við annars staðar í landinu. Ivösjön, 55 km2, er stærsta vatnið. Hæsti punkturinn er við Söderåsen, 212 metrar. Sléttur eru í suðri; Söderslätt í suðvestri og Österlen í suðaustri eru frjósöm landbúnaðarsvæði en landbúnaður er stundaður á um 70% svæðis Skánar sem er það mesta í Svíþjóð. Sykurrófur og repja eru mikilvægar nytjategundir og einnig eru ræktaðir ávextir eins og epli og jarðarber.

Ársmeðalhiti er 8,4 °C sem er það hæsta í Svíþjóð. Meðalhiti í febrúar eru um frostmark en í júlí er meðalhiti 17,1 °C.

Þjóðgarðar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi Svíþjóðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.