[go: up one dir, main page]
More Web Proxy on the site http://driver.im/Fara í innihald

Gijon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 17. apríl 2022 kl. 17:02 eftir Snævar (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. apríl 2022 kl. 17:02 eftir Snævar (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Gijon haustið 2015


Gijon (kastilíska: Gijón, astúríska: Xixón) er stærsta borg í sjálfstjórnarhéraðinu Astúríu á Spáni. Liggur hún við Biskajaflóa en hæstu byggðir borgarinnar ná 500-600 metrum. Íbúar Gijon voru um 277 þúsund árið 2017. Nálægar borgir eru Oviedo og Aviles.

Uppruna borgarinnar má rekja til 5. aldar fyrir krist þegar þar bjuggu Astúrar, frumbyggjar. Síðar komst svæðið undir Rómverja og Vísigota en svæðið var stuttlega undir stjórn múslima á 8. öld. Í borginni var stuðningur við falangista Francos í spænsku borgarastyrjöldinni. Á 20. öld var þungaiðnaður eins og skipa- og málmiðnaður mikilvægur.

Í borginni er haldin árleg kvikmyndahátíð.

Borgin er áberandi fyrir gamla bæinn, módernísku byggingarnar frá 19. og byrjun 20. aldar og þéttbýlisströndum hennar, einkum San Lorenzo.



Fyrirmynd greinarinnar var „Gijón“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. maí 2017.